Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2025 15:23 Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í dag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, ræddu við fréttamenn eftir fund þeirra nú um miðjan dag. Þar lýsti Rutte ánægju sinni með heimsóknina til Íslands, þeirrar fyrstu sem framkvæmdastjóri NATO. „Sem land eruð þið augu og eyru okkar í NATO,“ sagði Rutte og vísaði sérstaklega til loftrýmisgæslunnar sem er sinnt frá Keflavíkurflugvelli. Í heimsókn sinni á öryggissvæðið sagði Rutte að það hefði vakið sérstaka athygli sína hve vel fulltrúa allra ríkja sem þar starfa báru Íslendingum söguna um hvernig þeir styddu herlið þeirra. Kristrún og Rutte usu hvort annað lofi á blaðamannafundi eftir að þau funduðu í dag.Vísir/Sigurjón Einnig nefndi hann hversu stöndugir og hagkvæmir varnargarðarnir sem reistir voru í kringum Grindavík í eldhræringunum væru en Rutte flaug yfir Reykjanes með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, fyrr í dag. Mikilvægt að Rutte sæi framlag Íslands Kristrún lagði áherslu á hvernig NATO gæti tekið þátt í innviðauppbyggingu sem gagnaðist samfélaginu og vísaði til viljayfirlýsingar um tíu milljarða fjárfestingu í stækkun olíubirgðastöðvar bandalagsins í Helguvík fyrr í dag. Þá teldi hún það mikilvægt að Rutte sæi hvernig Íslendingar sinntu öryggis- og varnarmálum til þes að auka getu NATO. Íslendingar sæju þá að það sem þeir gerðu virkaði áður en þeir efldu sig enn frekar. Ræddu Rutte og Kristrún bæði um vilja íslenskra stjórnvalda til þess að auka framlög sín til öryggis- og varnarmála þannig að þau verði nær 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, ræddu við fréttamenn eftir fund þeirra nú um miðjan dag. Þar lýsti Rutte ánægju sinni með heimsóknina til Íslands, þeirrar fyrstu sem framkvæmdastjóri NATO. „Sem land eruð þið augu og eyru okkar í NATO,“ sagði Rutte og vísaði sérstaklega til loftrýmisgæslunnar sem er sinnt frá Keflavíkurflugvelli. Í heimsókn sinni á öryggissvæðið sagði Rutte að það hefði vakið sérstaka athygli sína hve vel fulltrúa allra ríkja sem þar starfa báru Íslendingum söguna um hvernig þeir styddu herlið þeirra. Kristrún og Rutte usu hvort annað lofi á blaðamannafundi eftir að þau funduðu í dag.Vísir/Sigurjón Einnig nefndi hann hversu stöndugir og hagkvæmir varnargarðarnir sem reistir voru í kringum Grindavík í eldhræringunum væru en Rutte flaug yfir Reykjanes með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, fyrr í dag. Mikilvægt að Rutte sæi framlag Íslands Kristrún lagði áherslu á hvernig NATO gæti tekið þátt í innviðauppbyggingu sem gagnaðist samfélaginu og vísaði til viljayfirlýsingar um tíu milljarða fjárfestingu í stækkun olíubirgðastöðvar bandalagsins í Helguvík fyrr í dag. Þá teldi hún það mikilvægt að Rutte sæi hvernig Íslendingar sinntu öryggis- og varnarmálum til þes að auka getu NATO. Íslendingar sæju þá að það sem þeir gerðu virkaði áður en þeir efldu sig enn frekar. Ræddu Rutte og Kristrún bæði um vilja íslenskra stjórnvalda til þess að auka framlög sín til öryggis- og varnarmála þannig að þau verði nær 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira