Lífið

Theo­dór Elmar og Pattra í sundur

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Pattra og Theodór Elmar eru hætt saman eftir sextán ára samband.
Pattra og Theodór Elmar eru hætt saman eftir sextán ára samband.

Theodór Elmar Bjarnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman.

Þetta herma heimildir Vísis.

Sést hefur til Theodórs Elmars, eða Emma eins og hann er gjarnan kallaður, úti á galeiðunni upp á síðkastið og er hann byrjaður á stefnumótaforritinu Smitten. Á prófílsíðu hans á forritinu kemur fram að hann hafi verið í sambandi en sé það ekki lengur.

Sextán ár saman, þrettán ár hjón

Theodór er Vesturbæingur og hóf ferilinn hjá KR en fór ungur að árum til skoska liðsins Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni. Hann spilaði fyrir mörg lið á löngum atvinnumannaferli, þar á meðal Lyn, IFK Göteborg, Randers og AGF.

Pattra og Theodór kynntust í Noregi og byrjuðu saman árið 2009, giftu sig 20. desember 2012, bjuggu saman erlendis um árabil og eignuðust saman tvö börn.

Hjónin fluttu heim til Íslands árið 2021 þegar Theodór gekk til liðs við æskuklúbbinn í Vesturbæ. Theodór spilaði í fjögur sumur fyrir KR áður en hann lagði skóna á hilluna í október á síðasta ári. Hann tók í kjölfarið við sem aðstoðarþjálfari KR. Theodór dró svo aftur fram skóna til að spila með KV, venslaliði KR, í 3. deild í sumar.

Pattra hefur síðastliðin ár unnið hjá gleraugnaversluninni Sjáðu, bæði sem markaðsstjóri og í afgreiðslunni.


Tengdar fréttir

Ástfangin í sextán ár

Hjónin Pattra Sriyanonge, áhrifavaldur og markaðsstjóri hjá Sjáðu, og Theódór Elmar Bjarnason, aðstoðarþjálfari KR, fögnuðu sextán ára sambandsafmæli sínu í gær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.