Lífið

Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kristín Ruth og Arnar Snær hafa verið að hittast síðastliðna mánuði.
Kristín Ruth og Arnar Snær hafa verið að hittast síðastliðna mánuði.

Útvarpskonan Kristín Ruth Jónsdóttir og Arnar Snær Pétursson, vöruhússtjóri flugfrakta hjá Icelandair, eru sjóðheitt par og hefur ástin blómstrað á milli þeirra síðastliðna mánuði.

Parið hefur ferðast víða saman, þau fóru meðal annars í skíðaferð til Austurríkis í góðra vina hópi í október, auk þess sem þau gengu á Kerlingafjöll í september. Ævintýraþrá, skíði og fjallabrölt virðast vera þeirra sameiginlegu áhugamál.

Kristín Ruth var lengi ein af þremur þáttastjórnendum Brennslunnar á FM957 en hefur nú fært sig í næsta stúdíó, yfir á Bylgjuna, þar sem hún heldur áfram að heilla hlustendur með sinni líflegu nærveru.

Arnar Snær er 41 árs tveggja barna faðir og mikill ævintýramaður. Hann fór meðal annars á topp Kilimanjaro í október og gekk upp að grunnbúðum Everest í fyrra.

Kristín Ruth og Arnar Snær í góðra vina hópi í Hörpu um helgina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.