Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 20:00 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, átti sæti í starfshópnum. Vísir/Stefán Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum. Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg. Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg.
Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira