Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2025 23:18 Nik Chamberlain kvaddi Breiðablik eftir að hafa komið liðinu í átta liða úrslit Evrópubikars kvenna í fótbolta. vísir/anton Breiðablik tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í fótbolta með dramatískum sigri á Fortuna Hjørring á útivelli, 2-4. Sigurgleði Blikaliðsins í leikslok var ósvikin og fráfarandi þjálfari þess fór fögrum orðum um það í kveðjuræðu sinni. Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Fortuna Hjørring á Kópavogsvelli, 0-1, og lenti 2-0 undir í leiknum á Jótlandi í dag. En Íslands- og bikarmeistararnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni skoraði hin sautján ára Edith Kristín Kristjánsdóttir fjórða mark Blika og tryggði þeim sæti í næstu umferð. Breiðablik vann einvígið, 4-3 samanlagt. Eins og við mátti búast fögnuðu leikmenn og starfslið Breiðabliks vel og innilega í leiknum eins og sást á myndböndum sem birtust á Instagram-síðu félagsins. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Nik Chamberlain stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld en hann hefur verið ráðinn þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Nik hélt smá tölu úti á velli eftir leikinn í dag þar sem hann hrósaði Breiðabliksliðinu í hástert. „Þetta var ótrúlegt. Að koma til baka eins og við gerðum eftir að hafa lent 2-0 undir. Eins og við töluðum um í gær og fyrradag hafa allir hlutverk. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar tíu mínútur eða 120. Allir gerðu sitt í dag,“ sagði Nik. „Við komum á helvíti erfiðan stað, 2-0 undir og unnum í fjandans framlengingu. Ég gat ekki beðið um meira þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Þetta var fullkominn endir.“ View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Í lokin sagðist Nik vonast til þess að Breiðablik myndi mæta Häcken í næstu umferð Evrópubikarsins. Og honum varð að ósk sinni því sænsku meistararnir slógu Inter út, 1-0 samanlagt. Leikir Breiðabliks og Häcken fara fram í febrúar á næsta ári. Þar stýrir Ian Jeffs Blikaliðinu en hann var ráðinn þjálfari þess á dögunum. Á þeim tveimur árum sem Nik stýrði Breiðabliki varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Fortuna Hjørring á Kópavogsvelli, 0-1, og lenti 2-0 undir í leiknum á Jótlandi í dag. En Íslands- og bikarmeistararnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni skoraði hin sautján ára Edith Kristín Kristjánsdóttir fjórða mark Blika og tryggði þeim sæti í næstu umferð. Breiðablik vann einvígið, 4-3 samanlagt. Eins og við mátti búast fögnuðu leikmenn og starfslið Breiðabliks vel og innilega í leiknum eins og sást á myndböndum sem birtust á Instagram-síðu félagsins. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Nik Chamberlain stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld en hann hefur verið ráðinn þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Nik hélt smá tölu úti á velli eftir leikinn í dag þar sem hann hrósaði Breiðabliksliðinu í hástert. „Þetta var ótrúlegt. Að koma til baka eins og við gerðum eftir að hafa lent 2-0 undir. Eins og við töluðum um í gær og fyrradag hafa allir hlutverk. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar tíu mínútur eða 120. Allir gerðu sitt í dag,“ sagði Nik. „Við komum á helvíti erfiðan stað, 2-0 undir og unnum í fjandans framlengingu. Ég gat ekki beðið um meira þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Þetta var fullkominn endir.“ View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Í lokin sagðist Nik vonast til þess að Breiðablik myndi mæta Häcken í næstu umferð Evrópubikarsins. Og honum varð að ósk sinni því sænsku meistararnir slógu Inter út, 1-0 samanlagt. Leikir Breiðabliks og Häcken fara fram í febrúar á næsta ári. Þar stýrir Ian Jeffs Blikaliðinu en hann var ráðinn þjálfari þess á dögunum. Á þeim tveimur árum sem Nik stýrði Breiðabliki varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.
Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira