Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 10:31 Steve McClaren hefur stýrt fótboltalandsliði Jamaíka í síðasta skiptið. Getty/Omar Vega Á meðan Heimir Hallgrímsson er að upplifa frábæra tíma með írska landsliðinu er ekki hægt að segja það sama um hans gömlu lærisveina í jamaíska landsliðinu og hvað þá með eftirmann hans. Jamaíka náði ekki að vinna Curacao á heimavelli í nótt og því komst smáþjóðin á HM á kostnað þeirra. Írar eiga enn möguleika á HM-sæti en Jamaíka er úr leik eins og íslenska landsliðið. Curacao tók með því metið sem Heimir Hallgrímsson setti með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Ísland er því ekki lengur fámennasta þjóðin í sögu HM. Steve McClaren tók við sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar Heimir hætti en eftir vonbrigðin í nótt sagði hann starfi sínu lausu. McClaren yfirgaf síðast landsliðsþjálfarastarf fyrir átján árum eftir að hafa ekki komist á stórmót þegar England missti af sæti á EM 2008. „Undanfarna átján mánuði hef ég gefið allt sem ég á í þetta starf,“ sagði hann. „Að leiða þetta lið hefur verið einn mesti heiður á ferli mínum,“ sagði Steve McClaren. „En fótbolti snýst um úrslit og í kvöld náðum við ekki markmiði okkar, sem var að komast áfram úr þessum riðli. Það er á ábyrgð leiðtogans að stíga fram, axla ábyrgð og taka ákvarðanir sem eru liðinu fyrir bestu,“ sagði McClaren. „Eftir djúpa íhugun og heiðarlegt mat á því hvar við erum stödd og hvert við þurfum að stefna, hef ég ákveðið að segja af mér sem aðalþjálfari jamaíska landsliðsins,“ sagði McClaren. „Stundum er það besta sem leiðtogi getur gert að viðurkenna hvenær þörf er á nýrri rödd, nýrri orku og öðru sjónarhorni til að koma liðinu áfram,“ sagði McClaren. Jamaíka lék 23 leiki undir stjórn Steve McClaren. Liðið vann ellefu þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði sex leikjum. Markatalan var þrettán mörk í plús, 39-26, og liðið náði í 1,7 stig að meðaltali í leik. Jamaíka lék 27 leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Liðið vann tíu þeirra, gerði sjö jafntefli og tapaði tíu leikjum. Markatalan var jöfn, 37-37, og liðið náði í 1,4 stig að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball) HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira
Jamaíka náði ekki að vinna Curacao á heimavelli í nótt og því komst smáþjóðin á HM á kostnað þeirra. Írar eiga enn möguleika á HM-sæti en Jamaíka er úr leik eins og íslenska landsliðið. Curacao tók með því metið sem Heimir Hallgrímsson setti með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Ísland er því ekki lengur fámennasta þjóðin í sögu HM. Steve McClaren tók við sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar Heimir hætti en eftir vonbrigðin í nótt sagði hann starfi sínu lausu. McClaren yfirgaf síðast landsliðsþjálfarastarf fyrir átján árum eftir að hafa ekki komist á stórmót þegar England missti af sæti á EM 2008. „Undanfarna átján mánuði hef ég gefið allt sem ég á í þetta starf,“ sagði hann. „Að leiða þetta lið hefur verið einn mesti heiður á ferli mínum,“ sagði Steve McClaren. „En fótbolti snýst um úrslit og í kvöld náðum við ekki markmiði okkar, sem var að komast áfram úr þessum riðli. Það er á ábyrgð leiðtogans að stíga fram, axla ábyrgð og taka ákvarðanir sem eru liðinu fyrir bestu,“ sagði McClaren. „Eftir djúpa íhugun og heiðarlegt mat á því hvar við erum stödd og hvert við þurfum að stefna, hef ég ákveðið að segja af mér sem aðalþjálfari jamaíska landsliðsins,“ sagði McClaren. „Stundum er það besta sem leiðtogi getur gert að viðurkenna hvenær þörf er á nýrri rödd, nýrri orku og öðru sjónarhorni til að koma liðinu áfram,“ sagði McClaren. Jamaíka lék 23 leiki undir stjórn Steve McClaren. Liðið vann ellefu þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði sex leikjum. Markatalan var þrettán mörk í plús, 39-26, og liðið náði í 1,7 stig að meðaltali í leik. Jamaíka lék 27 leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Liðið vann tíu þeirra, gerði sjö jafntefli og tapaði tíu leikjum. Markatalan var jöfn, 37-37, og liðið náði í 1,4 stig að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball)
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira