Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 15:47 Patrick Beverley lék í NBA-deildinni í tólf ár og var þekktur fyrir góðan varnarleik. Getty/Stacy Revere Patrick Beverley, fyrrverandi bakvörður í NBA-deildinni í körfubolta, var handtekinn á föstudag í Texas, grunaður um alvarlega líkamsárás. Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig
NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira