Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 11:11 Hér má sjá manninn stilla sér upp með eftirlíkingum af skotvopnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið. Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“ Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“
Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira