Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 09:34 Yfirgefinn leikvöllur við grunnskólann í Grindavík. Börn þaðan hafa dreifst vítt og breitt um landið í að minnsta kosti tæplega sjötíu grunnskóla. Vísir/Vilhelm Börn frá Grindavík sem flúðu eldgosin þar fyrir tveimur árum eru ekki eins ánægð með líf sitt og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og eiga erfiðara uppdráttar í skóla. Þetta er á meðal niðurstaðna fyrstu vísindarannsóknarinnar sem hefur verið gerð á líðan barna frá Grindavík eftir að bærinn var rýmdur. Grindavík var rýmd í nóvember árið 2023 en fæstir íbúanna hafa snúið þangað aftur vegna viðvarandi eldgosa sem hafa orðið síðan. Fyrst eftir rýminguna var safnskóla fyrir grindvísk börn komið á fót á höfuðborgarsvæðinu. Í vor voru börn frá Grindavík skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið. Fræðafólk við Háskóla Íslands notaði íslensku æskulýðsrannsóknina sem er lögð árlega fyrir nemendur í sjötta til tíunda bekk grunnskóla til þess að reyna að leggja mat á hvernig grindvískum börnum hefði vegnað eftir að þau þurftu að flýja heimabæ sinn. Spurningum var bætt við könnunina sérstaklega til þess að kanna viðhorf og líðan barna frá Grindavík. Þau mátu lífsánægju sína verri en jafnaldrar á landsvísu, veikari skólatengs og áttu í meiri vanda með skólasókn. Þetta er sagt hægt að rekja til nauðflutninganna frá Grindavík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands um rannsóknina. Grindvískar stúlur mátu lífsánægju sína og félagsleg tengsl verr en drengir þaðan. Fundu frekar fyrir depurð og kvíða en önnur börn Einnig kom í ljós að grindvísk börn sögðust frekar finna fyrir sállíkamlegum einkennum en önnur börn, þar á meðal depurð, kvíða og höfuð- og magaverkjum. Þau voru örlítið líklegri til þess að hafa neytt áfengis eða vímuefna. „Ekki er þó hægt að segja til með vissu hvort þessi áhrif starfi af flutningi í nýtt umhverfi eða því að hafa þurft að flýja heimili sín vegna hamfara,“ segir í tilkynningunni. Þessi áhrif eru sögð hafa birst óháð mati barnanna á félagslegri stöðu fjölskyldna þeirra. Það bendi til þess að góð félags- og efnahagsstaða fjölskyldu hafi ekki sterk verndandi áhrif komi til neyðarbúferlaflutninga. Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Grindavík var rýmd í nóvember árið 2023 en fæstir íbúanna hafa snúið þangað aftur vegna viðvarandi eldgosa sem hafa orðið síðan. Fyrst eftir rýminguna var safnskóla fyrir grindvísk börn komið á fót á höfuðborgarsvæðinu. Í vor voru börn frá Grindavík skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið. Fræðafólk við Háskóla Íslands notaði íslensku æskulýðsrannsóknina sem er lögð árlega fyrir nemendur í sjötta til tíunda bekk grunnskóla til þess að reyna að leggja mat á hvernig grindvískum börnum hefði vegnað eftir að þau þurftu að flýja heimabæ sinn. Spurningum var bætt við könnunina sérstaklega til þess að kanna viðhorf og líðan barna frá Grindavík. Þau mátu lífsánægju sína verri en jafnaldrar á landsvísu, veikari skólatengs og áttu í meiri vanda með skólasókn. Þetta er sagt hægt að rekja til nauðflutninganna frá Grindavík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands um rannsóknina. Grindvískar stúlur mátu lífsánægju sína og félagsleg tengsl verr en drengir þaðan. Fundu frekar fyrir depurð og kvíða en önnur börn Einnig kom í ljós að grindvísk börn sögðust frekar finna fyrir sállíkamlegum einkennum en önnur börn, þar á meðal depurð, kvíða og höfuð- og magaverkjum. Þau voru örlítið líklegri til þess að hafa neytt áfengis eða vímuefna. „Ekki er þó hægt að segja til með vissu hvort þessi áhrif starfi af flutningi í nýtt umhverfi eða því að hafa þurft að flýja heimili sín vegna hamfara,“ segir í tilkynningunni. Þessi áhrif eru sögð hafa birst óháð mati barnanna á félagslegri stöðu fjölskyldna þeirra. Það bendi til þess að góð félags- og efnahagsstaða fjölskyldu hafi ekki sterk verndandi áhrif komi til neyðarbúferlaflutninga.
Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira