Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Draymond Green fór að deila við stuðningsmanna New Orleans Pelicans í miðjum leik. Getty/Sean Gardner NBA-stjarnan Draymond Green missti stjórn á skapi sínu í leik Golden State Warriors á móti New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025 NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira