„Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson hafði fulla ástæðu til að brosa eftir svona leik. Getty/Brian Lawless/ Eamon Dunphy skrifaði pistil í Irish Mirror eftir óvæntan sigur Íra á Portúgölum í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið annar tónn í honum en í öðrum pistlum hans um landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. Írska landsliðið vann 2-0 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu og héldu ekki aðeins lífi í HM-draumum sínum heldur komu í veg fyrir að Portúgalar tryggðu sig inn á HM. Þeir verða að mæta í lokaleikinn og vinna hann. Það þurfa þeir líka að gera án Ronaldo sem fékk rauða spjaldið eftir klukktíma leik í gær. Fyrirsögnin á pistlinum segir allt sem segja þarf um innihald hans: „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“ Dunphy var ekkert að bíða með hlutina eins og sjá má á fyrstu setningunni í pistlinum. Afar gagnrýninn á hann „Það fyrsta sem ég vil gera er að biðja Heimi Hallgrímsson, öðru nafni ‚Tannlækninn', afsökunar. Ég hef verið afar gagnrýninn á hann síðustu tólf mánuði,“ skrifaði Eamon Dunphy. Eamon Dunphy column: 'I owe The Dentist an apology - he has given us a night we will never forget' https://t.co/9XXiNPxbxu— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) November 13, 2025 „Samt gæti ég ekki verið ánægðari með að éta ofan í mig orð mín því það sem gerðist á Aviva-leikvanginum á fimmtudagskvöld var ótrúlegt. Og sama hvað Hallgrímsson gerir það sem eftir er ferilsins mun hann alltaf eiga þetta kvöld, þegar Írland sigraði fimmta besta lið heims og hafði betur gegn einum besta leikmanni allra tíma,“ skrifaði Dunphy. Hann hrósaði Heimi fyrir leikáætlun sína og trú sína á sjálfum sér og liði sínu. Írsku landsliðsstrákarnir voru frábærir að mati Dunphy. Þetta var alvöru lið „Við höfum átt áratugi af „siðferðislegum sigrum“, sögum af óheppni og hetjulegum ósigrum. En þetta var öðruvísi. Þetta var alvöru lið sem sigraði alvöru stórveldi. Ronaldo var látinn líta út fyrir að vera venjulegur af strákum í grænu sem ákváðu að nóg væri komið,“ skrifaði Dunphy og seinna í pistlinum hélt hann áfram. „En það sem skipti mestu máli var ekki einn leikmaður. Það var sameiginlegur andi sem við höfðum gleymt að við gætum framkallað. Of lengi höfum við verið huglaus, talað um „ferli“ í stað tilgangs. Þetta kvöld enduruppgötvaði Írland hvort tveggja. Heimir á heiður skilinn. Hann valdi réttu leikmennina og leyfði þeim að spila,“ skrifaði Dunphy. Heimir – hneigðu þig „Liðið pressaði þegar það var skynsamlegt, dró sig til baka þegar það þurfti og leit alltaf út fyrir að vera skipulagt. Það er þjálfun. Það er að skilja liðið sitt – að treysta innsæi þeirra,“ skrifaði Dunphy. „Það er það sem þetta lið gaf okkur aftur: stolt. Svo já, Heimir – hneigðu þig. Þú áttir það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy en það má lesa allan pistil hans hér. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Írska landsliðið vann 2-0 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu og héldu ekki aðeins lífi í HM-draumum sínum heldur komu í veg fyrir að Portúgalar tryggðu sig inn á HM. Þeir verða að mæta í lokaleikinn og vinna hann. Það þurfa þeir líka að gera án Ronaldo sem fékk rauða spjaldið eftir klukktíma leik í gær. Fyrirsögnin á pistlinum segir allt sem segja þarf um innihald hans: „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“ Dunphy var ekkert að bíða með hlutina eins og sjá má á fyrstu setningunni í pistlinum. Afar gagnrýninn á hann „Það fyrsta sem ég vil gera er að biðja Heimi Hallgrímsson, öðru nafni ‚Tannlækninn', afsökunar. Ég hef verið afar gagnrýninn á hann síðustu tólf mánuði,“ skrifaði Eamon Dunphy. Eamon Dunphy column: 'I owe The Dentist an apology - he has given us a night we will never forget' https://t.co/9XXiNPxbxu— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) November 13, 2025 „Samt gæti ég ekki verið ánægðari með að éta ofan í mig orð mín því það sem gerðist á Aviva-leikvanginum á fimmtudagskvöld var ótrúlegt. Og sama hvað Hallgrímsson gerir það sem eftir er ferilsins mun hann alltaf eiga þetta kvöld, þegar Írland sigraði fimmta besta lið heims og hafði betur gegn einum besta leikmanni allra tíma,“ skrifaði Dunphy. Hann hrósaði Heimi fyrir leikáætlun sína og trú sína á sjálfum sér og liði sínu. Írsku landsliðsstrákarnir voru frábærir að mati Dunphy. Þetta var alvöru lið „Við höfum átt áratugi af „siðferðislegum sigrum“, sögum af óheppni og hetjulegum ósigrum. En þetta var öðruvísi. Þetta var alvöru lið sem sigraði alvöru stórveldi. Ronaldo var látinn líta út fyrir að vera venjulegur af strákum í grænu sem ákváðu að nóg væri komið,“ skrifaði Dunphy og seinna í pistlinum hélt hann áfram. „En það sem skipti mestu máli var ekki einn leikmaður. Það var sameiginlegur andi sem við höfðum gleymt að við gætum framkallað. Of lengi höfum við verið huglaus, talað um „ferli“ í stað tilgangs. Þetta kvöld enduruppgötvaði Írland hvort tveggja. Heimir á heiður skilinn. Hann valdi réttu leikmennina og leyfði þeim að spila,“ skrifaði Dunphy. Heimir – hneigðu þig „Liðið pressaði þegar það var skynsamlegt, dró sig til baka þegar það þurfti og leit alltaf út fyrir að vera skipulagt. Það er þjálfun. Það er að skilja liðið sitt – að treysta innsæi þeirra,“ skrifaði Dunphy. „Það er það sem þetta lið gaf okkur aftur: stolt. Svo já, Heimir – hneigðu þig. Þú áttir það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy en það má lesa allan pistil hans hér.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira