Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri upp­lýsingatækni hjá Styrkás

Atli Ísleifsson skrifar
Finnur Þór Erlingsson.
Finnur Þór Erlingsson.

Styrkás hefur ráðið Finn Þór Erlingsson í starf framkvæmdastjóra upplýsingatækni Styrkáss.

Í tilkynningu segir að Finnur hafi yfir tuttugu ára reynslu á sviði hugbúnaðarþróunar og upplýsingatækni, meðal annars sem framkvæmdastjóri og tæknistjóri hjá Corivo og forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kviku. 

Hann hefur víðtæka reynslu af rekstri og innleiðingu upplýsingatæknilausna. Finnur er menntaður tölvunarfræðingur (BSc) frá Háskólanum í Reykjavík.

Styrkás hf. er rekstrarfélag sem var stofnað árið 2022. Skeljungur ehf., Klettur - sala og þjónusta ehf. og Stólpi ehf. eru dótturfélög Styrkáss og saman mynda þessi félög samstæðu Styrkás. Þann 6. nóvember sl. var undirritaður samningur um kaup á öllu hlutafé í Hreinsitækni og HRT þjónustu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×