Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 16:32 Nýverið leitaði ég til læknis að leita ráða og úrræða eftir að heilsa mín fór versnandi síðan að vökvagjöf fyrir POTS sjúklinga hætti. Ég er ein af þeim sjúklingum sem glímir við fjölþættan vanda og marga sjúkdóma. Sjúkdómsbyrði mín er ansi há. Ég var orðin töluvert veik en hélt í loforð heilbrigðisráðherra um að önnur úrræði kæmu í staðinn. Ég settist niður og lýsti raunum mínum fyrir lækninum. Á þeim fjórum vikum síðan vökvagjöfin hætti fann ég fyrir versnandi einkennum POTS þrátt fyrir að drekka iðulega 4 lítra af vatni með steinefnasöltum á dag. Mígreni mitt hafði sömuleiðis versnað mikið, en daglegu köstin voru orðin mun verri og ég farin að lamast á helming líkamans oft í viku. En þar með er ekki allt upp talið, taugasjúkdómur sem ég þjáist af (occipital neuralgia) var orðinn óviðráðanlegur með öllu og verkirnir óbærilegir auk þess sem endómetríósan sem hafði verið undir góðri stjórn síðustu 3 ár var farin að láta á sér kræla með tilheyrandi verkjaköstum. ME sjúkdómurinn sem hrjáir mig var einnig orðinn mjög slæmur og daglegar athafnir orðnar verulega erfiðar sökum þreytu og verkja. Þessir sjúkdómar hafa fylgt mér í mörg ár og höfðu þeir verið undir ágætri stjórn síðustu misseri. Ég lifði við ágæt lífsgæði, gat sinnt sjálfri mér, hitt vini og fjölskyldu, verslað í matinn, farið í bíó og göngutúra með hundinn. Þessi lífsgæði hurfu í sömu andrá og vökvagjöfin. Ég lýsti því fyrir lækninum að í dag gæti ég ekki staðið á meðan ég tannburstaði mig, lifði við stöðugan sársauka og kæmist ekki úr rúminu flesta daga. Ég gæti mætt sjaldnar en ég myndi vilja í sjúkraþjálfun- ekki því ég nennti því ekki, heldur því einkenni mín væru orðin svo hamlandi. Líkaminn sem eitt sinn hafði hlýtt með hálfum huga, hafnaði nú öllu samstarfi. Þegar ég hafði lokið mínu máli yppti læknirinn leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert. Það eina sem væri í stöðunni væri „að borða hollt, drekka vel og hreyfa sig”. Þegar ég gekk út í bíl að tíma loknum gat ég ekki annað gert en velt því fyrir mér hvar í heilbrigðiskerfinu ég ætti heima. Ég hugsaði til allra leiðanna sem ég hef leitað: Vökvagjöf: Hjálpaði en þykir ekki gagnreynd meðferð og er því ekki lengur í boði Heimilislæknir: Engin úrræði önnur en almenn lífsstílsráð Geðheilsuteymi: Fékk synjun á þeim grundvelli að þau hefðu ekki viðeigandi úrræði þar sem ég væri of veik Heimilisaðstoð: fékk synjun þar sem ég er gift. Ætlast er til þess að maðurinn minn taki á sig 200% af ábyrgð heimilisins. Reykjalundur: Ég þyki of veik fyrir endurhæfinguna þar. Verkjateymi: Ég sýndi ekki nægan árangur af meðferðinni sem var reynd þar og þykir því ekki ástæða til að reyna aftur. Taugalæknir: Gerir allt sem hann getur fyrir mig en meðferðin virkar mun verr án reglulegra vökvagjafa. Sjúkraþjálfun: Get illa sinnt henni vegna aukinna einkenna. Fyrir okkur með fjölþættan vanda getur þessi skortur á vökvagjöf sett allt á hliðina. Þessir sjúkdómar hafa oft áhrif á hvorn annan og um leið og einn fer úr skorðum þá fylgja hinir á eftir líkt og dómínó kubbar. Ég er engin undantekning. Margar þjáningasystur mínar lifa við sömu raun. Fleiri í sömu stöðu Ein sem ég ræddi við er með POTS og MS. Hún lýsir því að síðasta mánuðinn hafi versnandi POTS gert MS einkennin verri. Hún á erfiðara með að finna orð, eiga í samræðum og skilja það sem verið er að segja. Hún er með mun meiri heilaþoku, minna þol fyrir álagi, stressi og áreiti og sefur mun verr. Hún er mikið utan við sig og segir það t.d orðið algengt að finna símann sinn í ísskápnum. Í fyrsta sinn er hún við það að falla í námi. Hún erfitt með að byrja daginn, koma sér á fætur og af stað. Þetta hefur áhrif á alla fjölskylduna en það er erfiðara fyrir hana að sinna barninu sínu, heimilisstörfum, næra sig og komast í sturtu. Önnur sem ég ræddi við er með heilkenni sem heitir Mast cell activation syndrome. Það lýsir sér í óútreiknanlegum svæsnum ofnæmisköstum sem erfitt er að eiga við. Á meðan vökvagjöfin var enn í boði fékk hún sjaldnar ofnæmisköst en síðustu 4 vikur hafa þau orðið dagleg. Þau lýsa sér í miklum útbrotum, bruna og sviða í andliti, augum og bringu. Hún er einnig með mígreni sem háði henni lítið en nú eru þau köst líka orðin dagleg. Yfirlið eru orðin mun algengari og þessi aukning á einkennum og versnun á sjúkdómum hefur orðið til þess að hún þarf oft að fara fyrr heim úr skóla og á erfiðara með að sinna náminu. Sú þriðja sem ég ræddi við glímir við ME og MCAS auk POTS. Hún finnur fyrir versnandi einkennum á öllum sjúkdómum en sérstaklega hjá ME. ME er alvarlegt, langvinnt heilkenni sem veldur hamlandi og viðvarandi þreytu sem lagast ekki við hvíld og versnar við áreynslu með svokölluðum PEM köstum. Hún lýsir því að síðasta mánuðinn frá því að vökvinn hætti hafi hún verið í nánast stöðugu PEM kasti, verið alveg bundin við rúmið og átt erfitt með að sinna öllum skyldum, næra sig og halda einhverri virkni. Hún finnur fyrir mikilli aukinni ógleði, magaverkjum, miklum vöðva- og liðverkjum og mikilli heilaþoku. Hún segir þessi einkenni öll vera orðin dagleg. Auk þessara einkenna hefur hún átt mjög erfitt með svefn og fundið fyrir versnun á ofnæmisköstum. Nú spyr ég, hvar eru úrræðin sem eiga að grípa okkur og koma í stað vökvagjafar? Við höfum leitast eftir meiri þjónustu og hjálp en mætum lokuðum dyrum alls staðar. Við höfum reynt að hafa hátt og benda á hvernig hlutirnir myndu fara, en enginn hlustaði. Eru heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar íslands sátt við þessa stöðu sjúklinga? Hvert leitum við nú þegar við þykjum of veikar fyrir þau úrræði sem eru í boði? Höfundur greinar er einstaklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið leitaði ég til læknis að leita ráða og úrræða eftir að heilsa mín fór versnandi síðan að vökvagjöf fyrir POTS sjúklinga hætti. Ég er ein af þeim sjúklingum sem glímir við fjölþættan vanda og marga sjúkdóma. Sjúkdómsbyrði mín er ansi há. Ég var orðin töluvert veik en hélt í loforð heilbrigðisráðherra um að önnur úrræði kæmu í staðinn. Ég settist niður og lýsti raunum mínum fyrir lækninum. Á þeim fjórum vikum síðan vökvagjöfin hætti fann ég fyrir versnandi einkennum POTS þrátt fyrir að drekka iðulega 4 lítra af vatni með steinefnasöltum á dag. Mígreni mitt hafði sömuleiðis versnað mikið, en daglegu köstin voru orðin mun verri og ég farin að lamast á helming líkamans oft í viku. En þar með er ekki allt upp talið, taugasjúkdómur sem ég þjáist af (occipital neuralgia) var orðinn óviðráðanlegur með öllu og verkirnir óbærilegir auk þess sem endómetríósan sem hafði verið undir góðri stjórn síðustu 3 ár var farin að láta á sér kræla með tilheyrandi verkjaköstum. ME sjúkdómurinn sem hrjáir mig var einnig orðinn mjög slæmur og daglegar athafnir orðnar verulega erfiðar sökum þreytu og verkja. Þessir sjúkdómar hafa fylgt mér í mörg ár og höfðu þeir verið undir ágætri stjórn síðustu misseri. Ég lifði við ágæt lífsgæði, gat sinnt sjálfri mér, hitt vini og fjölskyldu, verslað í matinn, farið í bíó og göngutúra með hundinn. Þessi lífsgæði hurfu í sömu andrá og vökvagjöfin. Ég lýsti því fyrir lækninum að í dag gæti ég ekki staðið á meðan ég tannburstaði mig, lifði við stöðugan sársauka og kæmist ekki úr rúminu flesta daga. Ég gæti mætt sjaldnar en ég myndi vilja í sjúkraþjálfun- ekki því ég nennti því ekki, heldur því einkenni mín væru orðin svo hamlandi. Líkaminn sem eitt sinn hafði hlýtt með hálfum huga, hafnaði nú öllu samstarfi. Þegar ég hafði lokið mínu máli yppti læknirinn leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert. Það eina sem væri í stöðunni væri „að borða hollt, drekka vel og hreyfa sig”. Þegar ég gekk út í bíl að tíma loknum gat ég ekki annað gert en velt því fyrir mér hvar í heilbrigðiskerfinu ég ætti heima. Ég hugsaði til allra leiðanna sem ég hef leitað: Vökvagjöf: Hjálpaði en þykir ekki gagnreynd meðferð og er því ekki lengur í boði Heimilislæknir: Engin úrræði önnur en almenn lífsstílsráð Geðheilsuteymi: Fékk synjun á þeim grundvelli að þau hefðu ekki viðeigandi úrræði þar sem ég væri of veik Heimilisaðstoð: fékk synjun þar sem ég er gift. Ætlast er til þess að maðurinn minn taki á sig 200% af ábyrgð heimilisins. Reykjalundur: Ég þyki of veik fyrir endurhæfinguna þar. Verkjateymi: Ég sýndi ekki nægan árangur af meðferðinni sem var reynd þar og þykir því ekki ástæða til að reyna aftur. Taugalæknir: Gerir allt sem hann getur fyrir mig en meðferðin virkar mun verr án reglulegra vökvagjafa. Sjúkraþjálfun: Get illa sinnt henni vegna aukinna einkenna. Fyrir okkur með fjölþættan vanda getur þessi skortur á vökvagjöf sett allt á hliðina. Þessir sjúkdómar hafa oft áhrif á hvorn annan og um leið og einn fer úr skorðum þá fylgja hinir á eftir líkt og dómínó kubbar. Ég er engin undantekning. Margar þjáningasystur mínar lifa við sömu raun. Fleiri í sömu stöðu Ein sem ég ræddi við er með POTS og MS. Hún lýsir því að síðasta mánuðinn hafi versnandi POTS gert MS einkennin verri. Hún á erfiðara með að finna orð, eiga í samræðum og skilja það sem verið er að segja. Hún er með mun meiri heilaþoku, minna þol fyrir álagi, stressi og áreiti og sefur mun verr. Hún er mikið utan við sig og segir það t.d orðið algengt að finna símann sinn í ísskápnum. Í fyrsta sinn er hún við það að falla í námi. Hún erfitt með að byrja daginn, koma sér á fætur og af stað. Þetta hefur áhrif á alla fjölskylduna en það er erfiðara fyrir hana að sinna barninu sínu, heimilisstörfum, næra sig og komast í sturtu. Önnur sem ég ræddi við er með heilkenni sem heitir Mast cell activation syndrome. Það lýsir sér í óútreiknanlegum svæsnum ofnæmisköstum sem erfitt er að eiga við. Á meðan vökvagjöfin var enn í boði fékk hún sjaldnar ofnæmisköst en síðustu 4 vikur hafa þau orðið dagleg. Þau lýsa sér í miklum útbrotum, bruna og sviða í andliti, augum og bringu. Hún er einnig með mígreni sem háði henni lítið en nú eru þau köst líka orðin dagleg. Yfirlið eru orðin mun algengari og þessi aukning á einkennum og versnun á sjúkdómum hefur orðið til þess að hún þarf oft að fara fyrr heim úr skóla og á erfiðara með að sinna náminu. Sú þriðja sem ég ræddi við glímir við ME og MCAS auk POTS. Hún finnur fyrir versnandi einkennum á öllum sjúkdómum en sérstaklega hjá ME. ME er alvarlegt, langvinnt heilkenni sem veldur hamlandi og viðvarandi þreytu sem lagast ekki við hvíld og versnar við áreynslu með svokölluðum PEM köstum. Hún lýsir því að síðasta mánuðinn frá því að vökvinn hætti hafi hún verið í nánast stöðugu PEM kasti, verið alveg bundin við rúmið og átt erfitt með að sinna öllum skyldum, næra sig og halda einhverri virkni. Hún finnur fyrir mikilli aukinni ógleði, magaverkjum, miklum vöðva- og liðverkjum og mikilli heilaþoku. Hún segir þessi einkenni öll vera orðin dagleg. Auk þessara einkenna hefur hún átt mjög erfitt með svefn og fundið fyrir versnun á ofnæmisköstum. Nú spyr ég, hvar eru úrræðin sem eiga að grípa okkur og koma í stað vökvagjafar? Við höfum leitast eftir meiri þjónustu og hjálp en mætum lokuðum dyrum alls staðar. Við höfum reynt að hafa hátt og benda á hvernig hlutirnir myndu fara, en enginn hlustaði. Eru heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar íslands sátt við þessa stöðu sjúklinga? Hvert leitum við nú þegar við þykjum of veikar fyrir þau úrræði sem eru í boði? Höfundur greinar er einstaklingur með POTS.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun