Mamma hans trúði honum ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 14:30 Nikolas Nartey er óvænt kominn í danska landsliðið og það kom honum líka á óvart. Getty/Sven Hoppe Nikolas Nartey er nýjasti meðlimur danska landsliðsins í fótbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli Nartey hefur gengið í gegnum sannkallað meiðslahelvíti undanfarin ár og er rétt nýbyrjaður að spila reglulega aftur. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann var valinn í danska landsliðið í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Þetta kom honum sjálfum líka á óvart. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta var auðvitað ekki eitthvað sem ég hafði búist við. Ég er rétt nýbyrjaður að spila, svo þetta var ánægjulegt símtal,“ sagði Nikolas Nartey við TV2 Sport. Nikolas Terkelsen Nartey, eða Nartey eins og hann heitir fullu nafni, spilar sem miðjumaður hjá þýska félaginu VfB Stuttgart. Hann getur líka leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hinn 25 ára gamli leikmaður Stuttgart segir að það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að hringja heim til móður sinnar. „Hún trúði mér ekki í fyrstu. Hún varð bara glöð og var alveg í skýjunum. Hún veit líka hvað ég hef gengið í gegnum með meiðslin. Hún er bara glöð yfir því að nú séu jákvæðir hlutir að gerast,“ sagði Nartey. Nartey hefur spilað með Stuttgart síðan 2019, en vegna fjölda lánsdvala og meiðsla á hann samt ekki marga leiki að baki í Bundesligunni. Á þessu tímabili hefur þó allt verið á réttri leið, þar sem hann hefur fengið spilatíma í átta leikjum í Bundesligunni. Auk þess hefur hann spilað einn leik í Evrópudeildinni og einn leik í bikarkeppninni. Nartey var fljótur að nefna fjölskyldu sína þegar hann er spurður hvernig maður komist í gegnum jafn alvarlega meiðslamartröð og hann hefur lent í. „Maður þarf að eiga góða fjölskyldu sem styður mann alltaf. Og svo þarf maður bara alltaf að halda áfram og leggja hart að sér. Maður má ekki missa trúna. Auðvitað eru slæmir dagar þar sem maður hugsar að allt sé ömurlegt, og það er þá sem fjölskyldan og liðsfélagarnir þurfa að vera til staðar,“ sagði Nartey. En kemur fjölskyldan á Parken? „Já, auðvitað. Allir saman. Ég fæ ekki nógu marga miða. Ég þarf að finna út úr því,“ sagði Nartey. Ef hann leikur ekki sinn fyrsta leik gegn Hvíta-Rússlandi gæti hann komið þremur dögum síðar þegar Danmörk spilar úrslitaleikinn um sæti á HM gegn Skotlandi. View this post on Instagram A post shared by Herrelandsholdet (@herrelandsholdet) HM 2026 í fótbolta Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Nartey hefur gengið í gegnum sannkallað meiðslahelvíti undanfarin ár og er rétt nýbyrjaður að spila reglulega aftur. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann var valinn í danska landsliðið í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Þetta kom honum sjálfum líka á óvart. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta var auðvitað ekki eitthvað sem ég hafði búist við. Ég er rétt nýbyrjaður að spila, svo þetta var ánægjulegt símtal,“ sagði Nikolas Nartey við TV2 Sport. Nikolas Terkelsen Nartey, eða Nartey eins og hann heitir fullu nafni, spilar sem miðjumaður hjá þýska félaginu VfB Stuttgart. Hann getur líka leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hinn 25 ára gamli leikmaður Stuttgart segir að það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að hringja heim til móður sinnar. „Hún trúði mér ekki í fyrstu. Hún varð bara glöð og var alveg í skýjunum. Hún veit líka hvað ég hef gengið í gegnum með meiðslin. Hún er bara glöð yfir því að nú séu jákvæðir hlutir að gerast,“ sagði Nartey. Nartey hefur spilað með Stuttgart síðan 2019, en vegna fjölda lánsdvala og meiðsla á hann samt ekki marga leiki að baki í Bundesligunni. Á þessu tímabili hefur þó allt verið á réttri leið, þar sem hann hefur fengið spilatíma í átta leikjum í Bundesligunni. Auk þess hefur hann spilað einn leik í Evrópudeildinni og einn leik í bikarkeppninni. Nartey var fljótur að nefna fjölskyldu sína þegar hann er spurður hvernig maður komist í gegnum jafn alvarlega meiðslamartröð og hann hefur lent í. „Maður þarf að eiga góða fjölskyldu sem styður mann alltaf. Og svo þarf maður bara alltaf að halda áfram og leggja hart að sér. Maður má ekki missa trúna. Auðvitað eru slæmir dagar þar sem maður hugsar að allt sé ömurlegt, og það er þá sem fjölskyldan og liðsfélagarnir þurfa að vera til staðar,“ sagði Nartey. En kemur fjölskyldan á Parken? „Já, auðvitað. Allir saman. Ég fæ ekki nógu marga miða. Ég þarf að finna út úr því,“ sagði Nartey. Ef hann leikur ekki sinn fyrsta leik gegn Hvíta-Rússlandi gæti hann komið þremur dögum síðar þegar Danmörk spilar úrslitaleikinn um sæti á HM gegn Skotlandi. View this post on Instagram A post shared by Herrelandsholdet (@herrelandsholdet)
HM 2026 í fótbolta Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira