Fótbolti

Gummi Ben fékk hláturs­kast ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmund Benediktsson fékk mikið hláturskast og táraðist hreinlega úr hlátri.
Guðmund Benediktsson fékk mikið hláturskast og táraðist hreinlega úr hlátri. Sýn Sport

Það er alltaf mikið fjör, mikið grín og mikið gaman í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Stundum er þó aðeins of mikið gaman fyrir umsjónarmanninn Guðmund Benediktsson.

Skemmtilegt myndband úr Messunni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum stöðvarinnar.

Þá var sýnt í gríni gervigreindarmyndband af Alberti Brynjari Ingasyni sem sjálfur kom alveg af fjöllum og sagði skiljanlega að þetta væri ekki hann.

„Við ákváðum að sýna þetta af því að þú varst að kvarta í gær. Setjum þetta í gang,“ sagði Guðmundur Benediktsson.

Þar sást maður á skjánum sem var að mörgu leyti líkur Alberti en það var eitthvað skrítið við hann.

„Bíddu, hver er þetta samt? Þetta eru ekki fötin mín. Þetta er ekki ég,“ sagði Albert Brynjar og við það fékk Gummi Ben mögulega hláturskast ársins.

„Þetta varst þú,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason sem barðist líka við hláturinn en ekkert þó eins og Gummi sem var alveg búinn að missa sig.

„Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Guðmundur og hló ekkert minna við það.

„Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Albert hneykslaður. Þessi viðbrögð hans voru eins og ólía á eld í hláturskasti Gumma Ben.

„Æi, ég þarf að fá nýja sminku hingað. Ég er grátandi hérna,“ sagði Guðmundur. Það má sjá þetta skemmtilega hláturkast hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×