Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 06:31 Liðsfélagarnir Luis Ortiz og Emmanuel Clase hafa verið ákærðirfyrir veðmálabrask og hagræðingu úrslita. Getty/Nick Cammett Nýtt veðmálahneyksli skekur Bandaríkin og það er ekki aðeins í körfuboltanum sem menn hafa verið að svindla til að græða pening fyrir sig eða fólk tengt sér. Nú eru hafnaboltamenn einnig í vandræðum. Tveir kastarar Cleveland Guardians-liðsins, Emmanuel Clase og Luis Ortiz, voru ákærðir af lögreglu fyrir veðmálabrask. Hinn 26 ára gamli Ortiz var handtekinn í gær í Boston og kemur fyrir dómara í dag, að sögn saksóknara. Hinn 27 ára gamli Clase er ekki í haldi. Á dögunum sagði Vísir frá því að bylgja veðmálahneyksla gengi yfir Bandaríkin. Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted on charges related to a scheme to rig bets. Luis Ortiz has been arrested while Clase is not currently in custody pic.twitter.com/18GBW0j9Dj— Talkin’ Baseball (@TalkinBaseball_) November 9, 2025 Á nokkrum vikum hafa yfir þrjátíu manns úr körfuboltaheiminum, þar á meðal Miami Heat-stjarnan Terry Rozier, verið handteknir grunaðir um aðild að veðmálasvindli. Auk þess hafa sex háskólaleikmenn verið settir í bann vegna gruns um hagræðingu úrslita. Kastarar grunaðir Nú skekur nýtt hneyksli bandarísku þjóðina. Kastararnir eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum leikja. Saksóknarar í austurhluta New York, sem er skrifstofa ríkissaksóknara Bandaríkjanna í Brooklyn, sögðu í ákærunni að Clase hefði gert samkomulag við veðmálaspilara strax í maí 2023 um að kasta ákveðnum köstum á ákveðinn hátt svo spilarinn gæti lagt undir í sérveðmálum og hagnast. Guardians pitchers Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted for rigging bets on pitches in MLB games.Ortiz was allegedly paid $5,000 for throwing an intentional ball June 15 and Clase paid $5,000 for facilitating it, then did it again two weeks later for $7,000 apiece. pic.twitter.com/p8bS53pSvM— Front Office Sports (@FOS) November 9, 2025 Ortiz, að sögn saksóknara, gekk til liðs við samsærið í júní 2025 og samanlagt unnu veðmálaspilarar að minnsta kosti 450 þúsund dollara með því að veðja á köst þeirra, á meðan Clase og Ortiz fengu greitt fyrir þátttöku sína. 450 þúsund Bandaríkjadalir eru meira en 57 milljónir króna. Fangelsisdómur fyrir svik og peningaþvætti „MLB hafði samband við alríkisyfirvöld í upphafi þessarar rannsóknar og hefur veitt fullan samstarfsvilja í öllu ferlinu. Við erum meðvituð um ákæruna og handtökurnar í dag og innri rannsókn okkar stendur yfir“, segir í yfirlýsingu frá MBL-deildinni. Í ákærunni kemur fram að tvíeykið eigi yfir höfði sér allt að 65 ára fangelsisdóm fyrir svik og peningaþvætti. Clase og Ortiz gætu hvor um sig átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir samsæri um netsvik, tuttugu ár fyrir samsæri um netsvik gegn heiðarlegri þjónustu, tuttugu ár fyrir samsæri um peningaþvætti og fimm ár fyrir samsæri um að hafa áhrif á íþróttaviðburði með mútum, að sögn saksóknara. Þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan 1989 Í yfirlýsingu til ESPN neitaði lögmaður Ortiz, Chris Georgalis, ásökununum og sagði að umbjóðandi hans „hefði aldrei, og myndi aldrei, hafa óeðlileg áhrif á leik, ekki fyrir neinn og ekki fyrir neitt.“ Bandarísk yfirvöld hafa tekið hart á hagræðingu úrslita undanfarið. Þótt útbreiðsla lögleiddra fjárhættuspila hafi umturnað íþróttaheiminum eru ásakanirnar á hendur Clase og Ortiz þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan Pete Rose samþykkti ævilangt bann fyrir að veðja á hafnabolta árið 1989. Reglur MLB gegn fjárhættuspilum í íþróttinni eru strangar og Clase og Ortiz gætu átt yfir höfði sér ævilöng bönn svipuð því sem Tucupita Marcano, innherji San Diego Padres, fékk á síðasta ári, en hann lagði undir í næstum fjögur hundruð veðmálum á hafnabolta. Hafnabolti Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Sjá meira
Nú eru hafnaboltamenn einnig í vandræðum. Tveir kastarar Cleveland Guardians-liðsins, Emmanuel Clase og Luis Ortiz, voru ákærðir af lögreglu fyrir veðmálabrask. Hinn 26 ára gamli Ortiz var handtekinn í gær í Boston og kemur fyrir dómara í dag, að sögn saksóknara. Hinn 27 ára gamli Clase er ekki í haldi. Á dögunum sagði Vísir frá því að bylgja veðmálahneyksla gengi yfir Bandaríkin. Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted on charges related to a scheme to rig bets. Luis Ortiz has been arrested while Clase is not currently in custody pic.twitter.com/18GBW0j9Dj— Talkin’ Baseball (@TalkinBaseball_) November 9, 2025 Á nokkrum vikum hafa yfir þrjátíu manns úr körfuboltaheiminum, þar á meðal Miami Heat-stjarnan Terry Rozier, verið handteknir grunaðir um aðild að veðmálasvindli. Auk þess hafa sex háskólaleikmenn verið settir í bann vegna gruns um hagræðingu úrslita. Kastarar grunaðir Nú skekur nýtt hneyksli bandarísku þjóðina. Kastararnir eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum leikja. Saksóknarar í austurhluta New York, sem er skrifstofa ríkissaksóknara Bandaríkjanna í Brooklyn, sögðu í ákærunni að Clase hefði gert samkomulag við veðmálaspilara strax í maí 2023 um að kasta ákveðnum köstum á ákveðinn hátt svo spilarinn gæti lagt undir í sérveðmálum og hagnast. Guardians pitchers Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted for rigging bets on pitches in MLB games.Ortiz was allegedly paid $5,000 for throwing an intentional ball June 15 and Clase paid $5,000 for facilitating it, then did it again two weeks later for $7,000 apiece. pic.twitter.com/p8bS53pSvM— Front Office Sports (@FOS) November 9, 2025 Ortiz, að sögn saksóknara, gekk til liðs við samsærið í júní 2025 og samanlagt unnu veðmálaspilarar að minnsta kosti 450 þúsund dollara með því að veðja á köst þeirra, á meðan Clase og Ortiz fengu greitt fyrir þátttöku sína. 450 þúsund Bandaríkjadalir eru meira en 57 milljónir króna. Fangelsisdómur fyrir svik og peningaþvætti „MLB hafði samband við alríkisyfirvöld í upphafi þessarar rannsóknar og hefur veitt fullan samstarfsvilja í öllu ferlinu. Við erum meðvituð um ákæruna og handtökurnar í dag og innri rannsókn okkar stendur yfir“, segir í yfirlýsingu frá MBL-deildinni. Í ákærunni kemur fram að tvíeykið eigi yfir höfði sér allt að 65 ára fangelsisdóm fyrir svik og peningaþvætti. Clase og Ortiz gætu hvor um sig átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir samsæri um netsvik, tuttugu ár fyrir samsæri um netsvik gegn heiðarlegri þjónustu, tuttugu ár fyrir samsæri um peningaþvætti og fimm ár fyrir samsæri um að hafa áhrif á íþróttaviðburði með mútum, að sögn saksóknara. Þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan 1989 Í yfirlýsingu til ESPN neitaði lögmaður Ortiz, Chris Georgalis, ásökununum og sagði að umbjóðandi hans „hefði aldrei, og myndi aldrei, hafa óeðlileg áhrif á leik, ekki fyrir neinn og ekki fyrir neitt.“ Bandarísk yfirvöld hafa tekið hart á hagræðingu úrslita undanfarið. Þótt útbreiðsla lögleiddra fjárhættuspila hafi umturnað íþróttaheiminum eru ásakanirnar á hendur Clase og Ortiz þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan Pete Rose samþykkti ævilangt bann fyrir að veðja á hafnabolta árið 1989. Reglur MLB gegn fjárhættuspilum í íþróttinni eru strangar og Clase og Ortiz gætu átt yfir höfði sér ævilöng bönn svipuð því sem Tucupita Marcano, innherji San Diego Padres, fékk á síðasta ári, en hann lagði undir í næstum fjögur hundruð veðmálum á hafnabolta.
Hafnabolti Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Sjá meira