Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2025 11:53 Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari segist bera fullt traust til konu sem starfar sem saksóknari hjá embættinu, sem var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum, líkt og greint var frá í Morgunblaði dagsins. Lögmaður konunnar segir heimildamann Morgunblaðsins vera fyrrverandi eiginmann konunnar en þau hafi staðið í hatrammri skilnaðardeilu undanfarin ár. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að konan hafi verið sökuð af fyrrverandi eiginmanni sínum um að hafa beitt móður hans og son líkamlegu ofbeldi. Hún hafi játað brot sín við yfirheyrslu en dregið játninguna til baka og borið við andlegum erfiðleikum. Konan var sögð hafa flutt að minnsta kosti tvö mál fyrir Landsrétti á sama tíma og hún bar við andlegum veikindum. Bæði eru sögð hafa varðað umferðalagabrot og sakborningar dæmdir til fangelsisvistar í báðum málum. Leiðrétting frá ríkissaksóknara Í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara segir að saksóknarinn sem um ræðir hafi ekki játað brot og því ekki dregið játninguna til baka. Samantekt lögreglu, sem Morgunblaðið sé væntanlega með undir höndum, sé röng. Hið rétta komi fram í upptöku lögreglu af skýrslutökunni. „Saksóknarinn fór í veikindaleyfi í kjölfar þeirra atvika sem um ræðir, en atvikin áttu sér stað fyrir þremur árum. Viðkomandi flutti ekki mál fyrir dómstólum á meðan á veikindaleyfinu stóð.“ Kærumál vegna ætlaðra brota saksóknarans hafi verið tekin til meðferðar af lögreglu og ákæruvaldi án allrar aðkomu ríkissaksóknara, enda um vanhæfi að ræða af hennar hálfu til meðferðar kærumáls sem varðar starfsmann embættisins. Rannsókn málanna hafi verið hætt og málunum lokið á þann hátt. „Ríkissaksóknari ber fullt traust til saksóknarans sem um ræðir.“ Og lögmanni konunnar Í yfirlýsingu frá Arnari Þór Stefánssyni lögmanni segir að hann sé lögmaður konunnar. Konan átelji að Morgunblaðið hafi ekki haft samband við hana áður en umfjöllunin var birt. Þá hafni hún því að hafa játað brot sem vikið er að í fréttinni. Þar um vísi hún til upptöku af skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hið sanna komi í ljós. Hún hafi neitað sök hjá lögreglu og málið fellt niður. Þá sé það rangt að hún hafi flutt mál fyrir dómi í veikindaleyfi. „Loks vekur umbjóðandi minn athygli á því að heimildamaður Morgunblaðsins er fyrrum eiginmaður hennar. Þau hafa staðið í hatrammri skilnaðardeilu í nokkur ár þar sem ýmislegt hefur gengið á. Markmið eiginmannsins fyrrverandi er augjóslega að reyna að klekkja á umbjóðanda mínum. Það er fullkomið vindhögg og segir meira um hann en hana.“ Fjölmiðlar Fjölskyldumál Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að konan hafi verið sökuð af fyrrverandi eiginmanni sínum um að hafa beitt móður hans og son líkamlegu ofbeldi. Hún hafi játað brot sín við yfirheyrslu en dregið játninguna til baka og borið við andlegum erfiðleikum. Konan var sögð hafa flutt að minnsta kosti tvö mál fyrir Landsrétti á sama tíma og hún bar við andlegum veikindum. Bæði eru sögð hafa varðað umferðalagabrot og sakborningar dæmdir til fangelsisvistar í báðum málum. Leiðrétting frá ríkissaksóknara Í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara segir að saksóknarinn sem um ræðir hafi ekki játað brot og því ekki dregið játninguna til baka. Samantekt lögreglu, sem Morgunblaðið sé væntanlega með undir höndum, sé röng. Hið rétta komi fram í upptöku lögreglu af skýrslutökunni. „Saksóknarinn fór í veikindaleyfi í kjölfar þeirra atvika sem um ræðir, en atvikin áttu sér stað fyrir þremur árum. Viðkomandi flutti ekki mál fyrir dómstólum á meðan á veikindaleyfinu stóð.“ Kærumál vegna ætlaðra brota saksóknarans hafi verið tekin til meðferðar af lögreglu og ákæruvaldi án allrar aðkomu ríkissaksóknara, enda um vanhæfi að ræða af hennar hálfu til meðferðar kærumáls sem varðar starfsmann embættisins. Rannsókn málanna hafi verið hætt og málunum lokið á þann hátt. „Ríkissaksóknari ber fullt traust til saksóknarans sem um ræðir.“ Og lögmanni konunnar Í yfirlýsingu frá Arnari Þór Stefánssyni lögmanni segir að hann sé lögmaður konunnar. Konan átelji að Morgunblaðið hafi ekki haft samband við hana áður en umfjöllunin var birt. Þá hafni hún því að hafa játað brot sem vikið er að í fréttinni. Þar um vísi hún til upptöku af skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hið sanna komi í ljós. Hún hafi neitað sök hjá lögreglu og málið fellt niður. Þá sé það rangt að hún hafi flutt mál fyrir dómi í veikindaleyfi. „Loks vekur umbjóðandi minn athygli á því að heimildamaður Morgunblaðsins er fyrrum eiginmaður hennar. Þau hafa staðið í hatrammri skilnaðardeilu í nokkur ár þar sem ýmislegt hefur gengið á. Markmið eiginmannsins fyrrverandi er augjóslega að reyna að klekkja á umbjóðanda mínum. Það er fullkomið vindhögg og segir meira um hann en hana.“
Fjölmiðlar Fjölskyldumál Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira