Innlent

Lög­reglu­stjóri svarar ráð­herra og efna­hags­málin rædd á Al­þingi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál ríkislögreglustjóra en í gær rann út frestur hennar til að skila umbeðnum gögnum til dómsmálaráðherra.

Lögreglustjórinn hefur verið gagnrýnd fyrir háar greiðslur til ráðgjafa síðustu árin og dómsmálaráðherra sagðist á Alþingi í morgun líta málið alvarlegum augum. 

Að auki segjum við frá sérstakri umræðu um stöðu efnahagsmálanna hér á landi en Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins var málshefjandi í sérstakri umræðu um þau mál á þingi í morgun. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var þar til andsvara. 

Þá heyrum við í skipuleggjendum Iceland Airways hátíðarinnar gamalgrónu sem er hafin og mun lífga upp á stemmninguna í miðborginni næstu daga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×