Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 11:02 Ég heimsótti nýlega vöruhús UNICEF í Ashdod, nokkra kílómetra norður af Gasa. Þar fékk ég innsýn í óhugnanlegan raunveruleika, sem eru allar hindranirnar á flutningi og dreifingu hjálpargagna inn á Gasa. Það er rétt að halda því til haga áður en lengra er haldið að alþjóðleg mannúðarlög kveða skýrt á um rétt óbreyttra borgara til mannúðaraðstoðar í stríði. Óbreyttir borgarar eiga ekki að vera skotnir, sveltir eða sviptir aðgengi að þjónustu og nauðþurftum sem þarf til lífs og mannlegrar reisnar þrátt fyrir að vopnuð átök sem þeir eiga enga aðkomu að geisi í kringum þá. Það er fyrir löngu búið að festa það í lög og þeim lögum hefur ekki verið breytt. Þá er sérstaklega kveðið á um vernd barna í stríði í Barnasáttmálanum, sem hartnær öll ríki heims hafa undirritað og fullgilt. Fyrst skulum við líta á hvernig staðið er í vegi fyrir því að gögn séu pöntuð yfir höfuð. Ísraelar krefjast þess að öll hjálpargögn sem flutt eru inn standist ísraelskar öryggiskröfur og gæðastaðla. Ítarlegrar lýsingar er krafist fyrir hvern hlut, framleiðendur eru rýndir, jafnvel heimsóttir, áður en nokkur hreyfing er á pappírunum og svo geta kröfurnar og staðlarnir breyst skyndilega, án útskýringa og með afturvirkni, þannig að vörur sem hafa þegar lagt úr höfn eru ekki lengur í lagi. Dæmi um erfiðleika við að fá vörur samþykktar eru tjöldin sem ætluð eru sem bráðabirgðaheimili fyrir fjölskyldur sem eiga ekkert. Striginn í tjöldunum er í lagi en ekki tjaldstangirnar. Þar sem þær eru úr málmi (til að tjöldin tolli uppi) þá eru ótal tilefni til að hafna innflutningi þeirra af „öryggisástæðum“ en án nokkurra frekari útskýringa eða leiðbeininga um hvernig þær mættu vera öðruvísi til að standast skoðun. Það kemur bara „nei“. Þá á eftir að tollafgreiða vörurnar og þar taka við frekari tafir. Hvort vörurnar losni úr tolli, hratt eða nokkurn tímann, er alls óljóst, jafnvel þó varningurinn hafi staðist ofangreinda skoðun. Þannig voru hitakassar fyrir nýbura á Gasa fastir í tollinum svo mánuðum skipti og 14 gámar af skólagögnum, sem pantaðir voru með hraði í vopnahléinu fyrr á þessu ári því börnin á Gasa hafa ekki komist í skóla frá upphafi stríðsins, höfðu enn ekki verið losaðir úr tolli þegar ég heimsótti vöruhúsið í lok október. Engin útskýring er gefin fyrir þessum töfum í tollinum. Þess má þó geta að ástæðan sem gefin er af ísraelskum stjórnvöldum fyrir því að skólagögnum, leikföngum og spilum er ekki enn hleypt inn á svæðið, þrátt fyrir vopnahléið sem nú er í gildi, er sú að ekki sé um að ræða lífsbjargandi mannúðargögn. Hversu kaldrifjað er það að segja að börnin á Gasa - börn sem hafa verið sprengd, skotin, svelt, svipt fjölskyldu, heimili og útlimum, langþjáð af fyrirbyggjanlegum sjúkdómum og vosbúð – þurfi ekki að læra og leika sér? Hver segir að það sé ekki lífsspursmál fyrir þau? Þegar vörur hafa verið samþykktar og tollafgreiddar tekur við enn einn leikurinn í þessu slönguspili grimmdar og vonar. Fá vörurnar afgreiðslu inn á Gasa? Þó grænt ljós sé gefið á sendingu gagna inn á svæðið þá er margt sem enn getur stoppað ferðina. Allar vörur þarf að skanna (enn á ný) og þegar þetta er skrifað þá er bara einn inngangur inn á svæðið opinn með skanna, á suðurenda Gasa. Vöruhús UNICEF og fleiri mannúðaraðila er við helsta hafnarsvæðið í Ísrael sem er við norðurlandamæri Gasa, þar sem einnig er landamærastöð sem hægt væri að nota ef hún væri höfð opin. Sú landamærastöð sem þó er opin lokar alla jafna á slaginu 15:00 og þeir bílar sem ekki náðu að fá afgreiðslu fyrir þann tíma þurfa að reyna aftur síðar, jafnvel þó þeir séu með kælivörur. Þá getur ennþá komið synjun á sendinguna – ávallt án útskýringar – þegar þangað er komið. Fái varan afgreiðslu þá þarf að taka allar vörurnar út úr flutningabílunum og hlaða á bíla með opnum palli (engin ástæða gefin fyrir því vinnulagi) svo vörurnar hristast og detta af þegar keyrt er með þær í gegnum sundursprengt landslagið á Gasa. Það er víst gríðarstórt landslag þakið hveiti sem tekur við þegar keyrt er inn á svæðið, svo stórt að það sést á gervihnattarmyndum, því hveitið hrinur af bílunum sem hristast og hossast með það í flutningum. Þetta er á einskismannslandi og því er fólk skotið ef það fer nálægt svæðinu – og þarna geisar hungursneyð. Ísraelski herinn stjórnar því hvaða leiðir megi fara með hjálpargögnin inn á svæðið og iðulega leggur hann til torfarnar og hættulegar leiðir inn á svæðið þó aðrir greiðfærari og öruggari vegir séu í boði. Eitt sinn þrefaði starfsfólk UNICEF við herinn í 36 klukkutíma um að fá að fara betri leið inn á svæðið því þau vissu að þau yrðu rænd ef þau færu leiðina sem var gefin. Að endingu gáfust þau upp og komust á leiðarenda með hálfan farm. Hinum helmingnum var rænt á leiðinni. Þessi frásögn er vitnisburður um þrautseigjuna sem það krefst að tryggja að börnin á Gasa njóti réttinda sinna til lífs, þroska, verndar og menntunar. Starfsfólk og samstarfsaðilar UNICEF sem ég kynntist í ferðinni var hvert og eitt staðráðið, af ásetningi og ástríðu, að gefast ekki upp þrátt fyrir súrrealískt grimmilegar aðstæður. Þau vildu líka að við segðum frá svo fólk vissi hvað við er að etja. Ég og annað starfsfólk UNICEF á Íslandi, Heimsforeldrar og aðrir styrktaraðilar stöndum stolt vaktina með þeim – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ég heimsótti nýlega vöruhús UNICEF í Ashdod, nokkra kílómetra norður af Gasa. Þar fékk ég innsýn í óhugnanlegan raunveruleika, sem eru allar hindranirnar á flutningi og dreifingu hjálpargagna inn á Gasa. Það er rétt að halda því til haga áður en lengra er haldið að alþjóðleg mannúðarlög kveða skýrt á um rétt óbreyttra borgara til mannúðaraðstoðar í stríði. Óbreyttir borgarar eiga ekki að vera skotnir, sveltir eða sviptir aðgengi að þjónustu og nauðþurftum sem þarf til lífs og mannlegrar reisnar þrátt fyrir að vopnuð átök sem þeir eiga enga aðkomu að geisi í kringum þá. Það er fyrir löngu búið að festa það í lög og þeim lögum hefur ekki verið breytt. Þá er sérstaklega kveðið á um vernd barna í stríði í Barnasáttmálanum, sem hartnær öll ríki heims hafa undirritað og fullgilt. Fyrst skulum við líta á hvernig staðið er í vegi fyrir því að gögn séu pöntuð yfir höfuð. Ísraelar krefjast þess að öll hjálpargögn sem flutt eru inn standist ísraelskar öryggiskröfur og gæðastaðla. Ítarlegrar lýsingar er krafist fyrir hvern hlut, framleiðendur eru rýndir, jafnvel heimsóttir, áður en nokkur hreyfing er á pappírunum og svo geta kröfurnar og staðlarnir breyst skyndilega, án útskýringa og með afturvirkni, þannig að vörur sem hafa þegar lagt úr höfn eru ekki lengur í lagi. Dæmi um erfiðleika við að fá vörur samþykktar eru tjöldin sem ætluð eru sem bráðabirgðaheimili fyrir fjölskyldur sem eiga ekkert. Striginn í tjöldunum er í lagi en ekki tjaldstangirnar. Þar sem þær eru úr málmi (til að tjöldin tolli uppi) þá eru ótal tilefni til að hafna innflutningi þeirra af „öryggisástæðum“ en án nokkurra frekari útskýringa eða leiðbeininga um hvernig þær mættu vera öðruvísi til að standast skoðun. Það kemur bara „nei“. Þá á eftir að tollafgreiða vörurnar og þar taka við frekari tafir. Hvort vörurnar losni úr tolli, hratt eða nokkurn tímann, er alls óljóst, jafnvel þó varningurinn hafi staðist ofangreinda skoðun. Þannig voru hitakassar fyrir nýbura á Gasa fastir í tollinum svo mánuðum skipti og 14 gámar af skólagögnum, sem pantaðir voru með hraði í vopnahléinu fyrr á þessu ári því börnin á Gasa hafa ekki komist í skóla frá upphafi stríðsins, höfðu enn ekki verið losaðir úr tolli þegar ég heimsótti vöruhúsið í lok október. Engin útskýring er gefin fyrir þessum töfum í tollinum. Þess má þó geta að ástæðan sem gefin er af ísraelskum stjórnvöldum fyrir því að skólagögnum, leikföngum og spilum er ekki enn hleypt inn á svæðið, þrátt fyrir vopnahléið sem nú er í gildi, er sú að ekki sé um að ræða lífsbjargandi mannúðargögn. Hversu kaldrifjað er það að segja að börnin á Gasa - börn sem hafa verið sprengd, skotin, svelt, svipt fjölskyldu, heimili og útlimum, langþjáð af fyrirbyggjanlegum sjúkdómum og vosbúð – þurfi ekki að læra og leika sér? Hver segir að það sé ekki lífsspursmál fyrir þau? Þegar vörur hafa verið samþykktar og tollafgreiddar tekur við enn einn leikurinn í þessu slönguspili grimmdar og vonar. Fá vörurnar afgreiðslu inn á Gasa? Þó grænt ljós sé gefið á sendingu gagna inn á svæðið þá er margt sem enn getur stoppað ferðina. Allar vörur þarf að skanna (enn á ný) og þegar þetta er skrifað þá er bara einn inngangur inn á svæðið opinn með skanna, á suðurenda Gasa. Vöruhús UNICEF og fleiri mannúðaraðila er við helsta hafnarsvæðið í Ísrael sem er við norðurlandamæri Gasa, þar sem einnig er landamærastöð sem hægt væri að nota ef hún væri höfð opin. Sú landamærastöð sem þó er opin lokar alla jafna á slaginu 15:00 og þeir bílar sem ekki náðu að fá afgreiðslu fyrir þann tíma þurfa að reyna aftur síðar, jafnvel þó þeir séu með kælivörur. Þá getur ennþá komið synjun á sendinguna – ávallt án útskýringar – þegar þangað er komið. Fái varan afgreiðslu þá þarf að taka allar vörurnar út úr flutningabílunum og hlaða á bíla með opnum palli (engin ástæða gefin fyrir því vinnulagi) svo vörurnar hristast og detta af þegar keyrt er með þær í gegnum sundursprengt landslagið á Gasa. Það er víst gríðarstórt landslag þakið hveiti sem tekur við þegar keyrt er inn á svæðið, svo stórt að það sést á gervihnattarmyndum, því hveitið hrinur af bílunum sem hristast og hossast með það í flutningum. Þetta er á einskismannslandi og því er fólk skotið ef það fer nálægt svæðinu – og þarna geisar hungursneyð. Ísraelski herinn stjórnar því hvaða leiðir megi fara með hjálpargögnin inn á svæðið og iðulega leggur hann til torfarnar og hættulegar leiðir inn á svæðið þó aðrir greiðfærari og öruggari vegir séu í boði. Eitt sinn þrefaði starfsfólk UNICEF við herinn í 36 klukkutíma um að fá að fara betri leið inn á svæðið því þau vissu að þau yrðu rænd ef þau færu leiðina sem var gefin. Að endingu gáfust þau upp og komust á leiðarenda með hálfan farm. Hinum helmingnum var rænt á leiðinni. Þessi frásögn er vitnisburður um þrautseigjuna sem það krefst að tryggja að börnin á Gasa njóti réttinda sinna til lífs, þroska, verndar og menntunar. Starfsfólk og samstarfsaðilar UNICEF sem ég kynntist í ferðinni var hvert og eitt staðráðið, af ásetningi og ástríðu, að gefast ekki upp þrátt fyrir súrrealískt grimmilegar aðstæður. Þau vildu líka að við segðum frá svo fólk vissi hvað við er að etja. Ég og annað starfsfólk UNICEF á Íslandi, Heimsforeldrar og aðrir styrktaraðilar stöndum stolt vaktina með þeim – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun