Innlent

Bein út­sending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálf­bærri þróun í orku­málum í sam­starfs­löndum?

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til 13:15.
Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til 13:15.

Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Hvernig hafa nemendur Jarðhitaskólans nýtt reynslu sína og þjálfun til að leiða breytingar og stuðla að nýtingu jarðhita í heimalöndum sínum?

Þetta er meðal þess sem rætt verður á opnum fundi á vegum GRÓ þekkingarmiðstöðvar um þróunarsamvinnu, Jarðhitaskólans og utanríkisráðuneytisins í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til 13:15 en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á þessum opna fundi munu nemendur miðla reynslu sinni og sýn á jarðhitafræðslu og jarðhitanýtingu til sjálfbærrar þróunar í orkumálum.

Um er að ræða fyrsta fundinn í fundaröð sem varpar ljósi á framlag Íslands til styrkingar á hæfni og getu í þróunarlöndum gegnum GRÓ skólana fjóra sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu.

GRÓ er lykilstofnun í þróunarsamvinnu Íslands en á þessum fyrsta fundi verður sjónum beint að hlutverki Jarðhitaskólans (GRÓ GTP) sem stofnaður var árið 1978 og hefur það að markmiði að efla jarðhitaleit og nýtingu jarðhita í samstarfslöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×