Atli Steinn fann ástina á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. október 2025 10:42 Atli Steinn og Unnur á góðri stundu. Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson hefur fundið ástina í örmum Unnar Jóhannsdóttir og eru þau flutt saman suður á bóginn eftir að hafa búið bæði í „fjölmörg ár“ í Noregi. Tíu mánuðir eru síðan Atli giftist hinni norsku Anítu Sjøstrøm við Miklagljúfur á gamlársdag en athygli vakti að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman. Atli Steinn tilkynnti Facebook-vinum sínum fregnirnar í gær með langri færslu. „Jæja. Spurningarnar eru orðnar margar og þögnin er orðin löng. Ég skal fyrstur manna viðurkenna það. Bestu þagnirnar eru ekki alltaf þær stystu. „Og ef þeir þegja, um hvað þegja þeir?“ spurði biskup þegar hann lagði Umba fyrir rannsóknarverkefnið um hvað væri í raun að gerast undir Snæfellsjökli í einu gráglettnasta verki skáldsins frá Gljúfrasteini, Kristnihaldi undir Jökli. Samfélagsmiðlar bera kosti og galla samtímis. Sé maður virkur á þeim stafrænu hakkavélum samfélagsins er þögn aldrei túlkuð manni í hag. Sá sem þegir er annaðhvort í meðferð eða fangelsi,“ skrifar hann í færslunni. „Ég hef aldrei farið í meðferð. Fyrr hætti ég að drekka.“ Hann segir Facebook geta komið manni í þá vafasömu stöðu að manni finnist maður skulda fólki skýringar. Hann snertir á fjárhagslegum skuldum sínum. Atli Steinn er ekki óvanur langri keyrslu á ameríska þjóðveginum. „Ég skulda einhverja peninga, annað ekki. En þegar á fjórða þúsund manns sem tengjast manni hér, margir vinir, fleiri kunningjar og jafnvel enn fleiri sem ég þekki bara ekki neitt, deila með manni skírnum, fermingum og útskriftum barna sinna, andlátum foreldra sinna, afa og amma, botnlangaaðgerðum, áferð hægða að morgni, svo og svo mörgum edrú árum í faðmi AA, já, eða því þegar góður vinur minn opinberaði þá gullfallegu staðreynd nýlega að hann væri yfir sig hamingjusamur í sambandi með karlmanni (góður drengur sem ég borðaði með á Hard Rock í Kringlunni fyrir 25 árum á afmælinu hans, pantaði Hurricane-kokteilinn fræga honum að óvörum og hann leit litverpur í augu mér og hvíslaði skjálfandi röddu „Atli, það halda allir að við séum hommar!“)...já, þegar þessir á fjórða þúsund manns, svo ég taki upp þráðinn eftir langar og margar innskotssetningar, deila öllu þessu með manni ætla ég að velja 41 árs afmælisdag nýrrar kærustu til að greina frá sambandi okkar og því að við erum – bæði eftir fjölmörg ár í Noregi – flutt þaðan lengst suður í álfu,“ skrifar Atli Steinn. Hressandi drykkur í hitanum. „Klárlega ekki framhjáhald í ljósi gildandi sáttmála“ „Tvær íslenskar sálir hentu tveimur búslóðum í þrjár geymslur, ekki dugði minna, leigðu íbúð með öllu og keyptu flugmiða aðra leiðina beint í suður. Þetta var snemmhausts, nokkuð er um liðið,“ skrifar Atli Steinn um flutningana en ljóstrar þó ekki upp um landið. „Mínu síðasta sambandi, litríkt sem það var, lauk sem sagt, flestir geta líklega lagt þá tvo og tvo saman án þess að fá út fimm,“ skrifar Atli. Atli Steinn giftist fyrrverandi eiginkonu sinni, hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen, við suðurbarm Miklagljúfurs á gamlársdag á síðasta ári. Athygli vakti að bandarísk kærasta þeirra hjóna gaf þau saman og skömmu síðar greindi hann frá því að þau hjónin hefðu kynnst á swing-klúbbi. „Engin óskapleg dramatík var á bak við það og klárlega ekki framhjáhald í ljósi gildandi sáttmála,“ skrifar Atli í færslunni. „Ekki hentar öllum hins vegar að búa saman og ég held að við Unnur getum bæði vottað það með fyrri sambönd til jarteikna að þótt almenna kenningin sé sú að Íslendingar og Norðmenn séu líkari en eineggja tvíburar eru þeir meira eins og tvíeggja einburar. Hér vil ég þó taka fram að á hvoruga þjóðina er hallað í þessari samlíkingu.“ Atli rekur síðan hvernig samband hans og Unnar hófst í vor á þessu ári. „Glöggir lesendur miðla Árvakurs veittu því athygli að undirritaður var undir maílok tekinn að skrifa frá Sandefjord, þeim fagra forna hvalveiðibæ í Vestfold-fylki Noregs. Það samband sem hér segir af átti enda bara að vera leiga á hliðaríbúð í fallegu einbýlishúsi þar í bæ yfir sumarið,“ skrifar hann. Parið er flutt suður á bóginn eftir langa veru í Noregi. „Til að gera langa sögu stutta svaf ég ekki eina mínútu í þeirri íbúð, ung stúlka (miðað við mig alla vega) í Bónuspeysu – sem þar af leiðandi gat ekki verið annað en íslensk – með ADHD á lokastigi og vafalaust hálfblind miðað við makaval sitt nú, vitraðist mér á óravíddum lýðnetsins á vordögum, saklaust spjall varð að húsaleigubollaleggingum þegar ég flutti mig um set frá Telemark og húsaleigan sem aldrei varð vék fyrir nýjum og ólgandi tilfinningum tveggja aðdáenda Bubba Morthens. Rokkið hefur sameinað fleiri en það hefur sundrað.“ Hann segir parinu ekkert hafa legið á að segja frá sambandinu. „Við áttum fjóra góða frídaga í Amsterdam í júlí og sannarlega hélt ég að það yrði kaldur dagur í helvíti að ég léti mér nægja í heimsókn til þeirrar fögru borgar að birta eina mynd á þessum miðli – af tveimur glösum á borði í fallegri síkjasiglingu með einstakri leiðsögukonu frá Perú sem kunni fræði sín um sögu borgar undir sjávarmáli. Síkin í Amsterdam urðu hálfgerð geðsíki alþjóðlegs ferðamannahóps á siglingu,“ skrifar hann. „Þá vitið þið það kæru vinir, kunningjar og fólkið sem ég þekki ekki neitt hér á bók. Til hamingju með daginn Unnur mín með þökk fyrir gefandi samveru frá því í maí og ákaflega óvænt en fagurt samband frá 22. maí – stúdentsdeginum mínum árið 1993. Þú varst reyndar bara átta ára þá...“ Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Atli Steinn tilkynnti Facebook-vinum sínum fregnirnar í gær með langri færslu. „Jæja. Spurningarnar eru orðnar margar og þögnin er orðin löng. Ég skal fyrstur manna viðurkenna það. Bestu þagnirnar eru ekki alltaf þær stystu. „Og ef þeir þegja, um hvað þegja þeir?“ spurði biskup þegar hann lagði Umba fyrir rannsóknarverkefnið um hvað væri í raun að gerast undir Snæfellsjökli í einu gráglettnasta verki skáldsins frá Gljúfrasteini, Kristnihaldi undir Jökli. Samfélagsmiðlar bera kosti og galla samtímis. Sé maður virkur á þeim stafrænu hakkavélum samfélagsins er þögn aldrei túlkuð manni í hag. Sá sem þegir er annaðhvort í meðferð eða fangelsi,“ skrifar hann í færslunni. „Ég hef aldrei farið í meðferð. Fyrr hætti ég að drekka.“ Hann segir Facebook geta komið manni í þá vafasömu stöðu að manni finnist maður skulda fólki skýringar. Hann snertir á fjárhagslegum skuldum sínum. Atli Steinn er ekki óvanur langri keyrslu á ameríska þjóðveginum. „Ég skulda einhverja peninga, annað ekki. En þegar á fjórða þúsund manns sem tengjast manni hér, margir vinir, fleiri kunningjar og jafnvel enn fleiri sem ég þekki bara ekki neitt, deila með manni skírnum, fermingum og útskriftum barna sinna, andlátum foreldra sinna, afa og amma, botnlangaaðgerðum, áferð hægða að morgni, svo og svo mörgum edrú árum í faðmi AA, já, eða því þegar góður vinur minn opinberaði þá gullfallegu staðreynd nýlega að hann væri yfir sig hamingjusamur í sambandi með karlmanni (góður drengur sem ég borðaði með á Hard Rock í Kringlunni fyrir 25 árum á afmælinu hans, pantaði Hurricane-kokteilinn fræga honum að óvörum og hann leit litverpur í augu mér og hvíslaði skjálfandi röddu „Atli, það halda allir að við séum hommar!“)...já, þegar þessir á fjórða þúsund manns, svo ég taki upp þráðinn eftir langar og margar innskotssetningar, deila öllu þessu með manni ætla ég að velja 41 árs afmælisdag nýrrar kærustu til að greina frá sambandi okkar og því að við erum – bæði eftir fjölmörg ár í Noregi – flutt þaðan lengst suður í álfu,“ skrifar Atli Steinn. Hressandi drykkur í hitanum. „Klárlega ekki framhjáhald í ljósi gildandi sáttmála“ „Tvær íslenskar sálir hentu tveimur búslóðum í þrjár geymslur, ekki dugði minna, leigðu íbúð með öllu og keyptu flugmiða aðra leiðina beint í suður. Þetta var snemmhausts, nokkuð er um liðið,“ skrifar Atli Steinn um flutningana en ljóstrar þó ekki upp um landið. „Mínu síðasta sambandi, litríkt sem það var, lauk sem sagt, flestir geta líklega lagt þá tvo og tvo saman án þess að fá út fimm,“ skrifar Atli. Atli Steinn giftist fyrrverandi eiginkonu sinni, hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen, við suðurbarm Miklagljúfurs á gamlársdag á síðasta ári. Athygli vakti að bandarísk kærasta þeirra hjóna gaf þau saman og skömmu síðar greindi hann frá því að þau hjónin hefðu kynnst á swing-klúbbi. „Engin óskapleg dramatík var á bak við það og klárlega ekki framhjáhald í ljósi gildandi sáttmála,“ skrifar Atli í færslunni. „Ekki hentar öllum hins vegar að búa saman og ég held að við Unnur getum bæði vottað það með fyrri sambönd til jarteikna að þótt almenna kenningin sé sú að Íslendingar og Norðmenn séu líkari en eineggja tvíburar eru þeir meira eins og tvíeggja einburar. Hér vil ég þó taka fram að á hvoruga þjóðina er hallað í þessari samlíkingu.“ Atli rekur síðan hvernig samband hans og Unnar hófst í vor á þessu ári. „Glöggir lesendur miðla Árvakurs veittu því athygli að undirritaður var undir maílok tekinn að skrifa frá Sandefjord, þeim fagra forna hvalveiðibæ í Vestfold-fylki Noregs. Það samband sem hér segir af átti enda bara að vera leiga á hliðaríbúð í fallegu einbýlishúsi þar í bæ yfir sumarið,“ skrifar hann. Parið er flutt suður á bóginn eftir langa veru í Noregi. „Til að gera langa sögu stutta svaf ég ekki eina mínútu í þeirri íbúð, ung stúlka (miðað við mig alla vega) í Bónuspeysu – sem þar af leiðandi gat ekki verið annað en íslensk – með ADHD á lokastigi og vafalaust hálfblind miðað við makaval sitt nú, vitraðist mér á óravíddum lýðnetsins á vordögum, saklaust spjall varð að húsaleigubollaleggingum þegar ég flutti mig um set frá Telemark og húsaleigan sem aldrei varð vék fyrir nýjum og ólgandi tilfinningum tveggja aðdáenda Bubba Morthens. Rokkið hefur sameinað fleiri en það hefur sundrað.“ Hann segir parinu ekkert hafa legið á að segja frá sambandinu. „Við áttum fjóra góða frídaga í Amsterdam í júlí og sannarlega hélt ég að það yrði kaldur dagur í helvíti að ég léti mér nægja í heimsókn til þeirrar fögru borgar að birta eina mynd á þessum miðli – af tveimur glösum á borði í fallegri síkjasiglingu með einstakri leiðsögukonu frá Perú sem kunni fræði sín um sögu borgar undir sjávarmáli. Síkin í Amsterdam urðu hálfgerð geðsíki alþjóðlegs ferðamannahóps á siglingu,“ skrifar hann. „Þá vitið þið það kæru vinir, kunningjar og fólkið sem ég þekki ekki neitt hér á bók. Til hamingju með daginn Unnur mín með þökk fyrir gefandi samveru frá því í maí og ákaflega óvænt en fagurt samband frá 22. maí – stúdentsdeginum mínum árið 1993. Þú varst reyndar bara átta ára þá...“
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira