„Nú er nóg komið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 08:03 Ana Maria Markovic er landsliðskona Króatíu í knattspyrnu. Getty/amsey Cardy Króatíska knattspyrnukonan Ana Markovic kallar eftir aðgerðum eftir hryllilegan mánuð fyrir hné knattspyrnukvenna. Hver fréttin af öðrum hefur borist af krossbandaslitum hjá knattspyrnukonum í fremstu röð. Markovic, sem spilar nú með Brooklyn FC í Bandaríkjunum, lenti sjálf í þessu fyrir nokkrum árum og er mjög slegin yfir öllum fréttunum á síðustu dögum. Hún settist fyrir framan myndavélina og sendi út ákall um breytingar hjá knattspyrnufjölskyldunni í baráttunni við þessi hryllilegu hnémeiðsli. „Árið 2023 urðum við vitni að bylgju krossbandaslita hjá kvenkyns fótboltakonum, leikmönnum eins og Leah Williamson, Lenu Oberdorf og ég var ein af þeim,“ sagði Markovic. „Spólum fram til október 2025, það er að segja núna, og sagan endurtekur sig. Bara í þessum mánuði hafa þekktir leikmenn eins og Michel Agyemang, Lena Obadov, enn og aftur, Maite Oroz, Marie Höbinger og fleiri orðið fyrir sömu meiðslum,“ sagði Markovic. „Bara í þessum mánuði, október, tel ég tuttugu leikmenn með hnémeiðsli. Alls hafa yfir 160 kvenkyns leikmenn slitið krossband bara á þessu ári,“ sagði Markovic. „Kæru vinir, þetta er ekki bara tilviljun. Þetta er ákall svo að við vöknum af værum blundi. Við þurfum strax í dag meiri rannsóknir á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir þessa tegund meiðsla,“ sagði Markovic. „Líkamar okkar kvenna eru öðruvísi og íþróttaheimurinn þarf að aðlaga þjálfunar- og forvarnaraðferðir að því. Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki haldið áfram að láta þetta vera normið. Það er kominn tími á breytingar,“ sagði Markovic. „Þetta gerir mig svo dapra. Svo við skulum breyta þessu svo að konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta í framtíðinni,“ sagði Markovic eins og má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Marković⚡️ (@anamxrkovic) Fótbolti Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Hver fréttin af öðrum hefur borist af krossbandaslitum hjá knattspyrnukonum í fremstu röð. Markovic, sem spilar nú með Brooklyn FC í Bandaríkjunum, lenti sjálf í þessu fyrir nokkrum árum og er mjög slegin yfir öllum fréttunum á síðustu dögum. Hún settist fyrir framan myndavélina og sendi út ákall um breytingar hjá knattspyrnufjölskyldunni í baráttunni við þessi hryllilegu hnémeiðsli. „Árið 2023 urðum við vitni að bylgju krossbandaslita hjá kvenkyns fótboltakonum, leikmönnum eins og Leah Williamson, Lenu Oberdorf og ég var ein af þeim,“ sagði Markovic. „Spólum fram til október 2025, það er að segja núna, og sagan endurtekur sig. Bara í þessum mánuði hafa þekktir leikmenn eins og Michel Agyemang, Lena Obadov, enn og aftur, Maite Oroz, Marie Höbinger og fleiri orðið fyrir sömu meiðslum,“ sagði Markovic. „Bara í þessum mánuði, október, tel ég tuttugu leikmenn með hnémeiðsli. Alls hafa yfir 160 kvenkyns leikmenn slitið krossband bara á þessu ári,“ sagði Markovic. „Kæru vinir, þetta er ekki bara tilviljun. Þetta er ákall svo að við vöknum af værum blundi. Við þurfum strax í dag meiri rannsóknir á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir þessa tegund meiðsla,“ sagði Markovic. „Líkamar okkar kvenna eru öðruvísi og íþróttaheimurinn þarf að aðlaga þjálfunar- og forvarnaraðferðir að því. Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki haldið áfram að láta þetta vera normið. Það er kominn tími á breytingar,“ sagði Markovic. „Þetta gerir mig svo dapra. Svo við skulum breyta þessu svo að konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta í framtíðinni,“ sagði Markovic eins og má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Marković⚡️ (@anamxrkovic)
Fótbolti Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira