Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. október 2025 19:32 Kamala Harris beið ósigur í forsetakosningunum 2024. Vísir/EPA Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu. Í viðtali við Lauru Kuenssberg í breska ríkisútvarpinu sem fer í loftið í fyrramálið sagðist Harris „mögulega“ verða næsti forseti Bandaríkjanna. Ósigur hennar gegn Donald Trump þótti áfellisdómur fyrir Deókrataflokkinn enda var munurinn frambjóðendanna á milli talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Skoðanakannanir gefa heldur ekki til kynna að hún njóti mikilla vinsælda meðal kjósenda. Harris segist ekki hafa tekið ákvörðun enn en að hún sé sannfærð um að það komi að því að kona setjist brátt að í Hvíta húsinu. „Ég er ekki búin. Öllum ferli mínum hef ég varið í þjónustu og það er í beinum mínum,“ segir hún. Hún lætur skoðanakannanir ekkert á sig fá, að eigin sögn. Það þrátt fyrir að Hollywood-stjarnan Dwayne Johnson sé eins og er með talsvert forskot á hana. „Ef ég hlustaði á skoðanakannanir hefði ég ekki boðið mig fram til fyrsta embættis míns, né heldur annars, og ég sæti svo sannarlega ekki hér,“ segir Harris. Kamala Harris lýsti Donald Trump forseta sem hörundsárum harðstjóra sem hefði vopnvætt dómskerfið í eigin þágu. „Hann sagðist ætla að vopnvæða dómsmálaráðneytið og það er akkúrat það sem hann gerði. Hann er svo hörundsár að hann þoldi ekki gagnrýni í formi brandara, og gerði tilraun til að setja heilt fjölmiðlaveldi á hausinn í leiðinni,“ segir Harris og vísar þar til þess að spjallþætti Jimmys Kimmel hafi verið slaufað eftir að hann dró dár að æsingum Repúblikana í kjölfar morðsins á aðgerðarsinnanum Charlie Kirk. Ákvörðunin, sem var síðar dregin til baka, var tekin eftir að eftirlitsaðilar sem Trump skipaði hótuðu að beita ABC þvingunum. Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Sjá meira
Í viðtali við Lauru Kuenssberg í breska ríkisútvarpinu sem fer í loftið í fyrramálið sagðist Harris „mögulega“ verða næsti forseti Bandaríkjanna. Ósigur hennar gegn Donald Trump þótti áfellisdómur fyrir Deókrataflokkinn enda var munurinn frambjóðendanna á milli talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Skoðanakannanir gefa heldur ekki til kynna að hún njóti mikilla vinsælda meðal kjósenda. Harris segist ekki hafa tekið ákvörðun enn en að hún sé sannfærð um að það komi að því að kona setjist brátt að í Hvíta húsinu. „Ég er ekki búin. Öllum ferli mínum hef ég varið í þjónustu og það er í beinum mínum,“ segir hún. Hún lætur skoðanakannanir ekkert á sig fá, að eigin sögn. Það þrátt fyrir að Hollywood-stjarnan Dwayne Johnson sé eins og er með talsvert forskot á hana. „Ef ég hlustaði á skoðanakannanir hefði ég ekki boðið mig fram til fyrsta embættis míns, né heldur annars, og ég sæti svo sannarlega ekki hér,“ segir Harris. Kamala Harris lýsti Donald Trump forseta sem hörundsárum harðstjóra sem hefði vopnvætt dómskerfið í eigin þágu. „Hann sagðist ætla að vopnvæða dómsmálaráðneytið og það er akkúrat það sem hann gerði. Hann er svo hörundsár að hann þoldi ekki gagnrýni í formi brandara, og gerði tilraun til að setja heilt fjölmiðlaveldi á hausinn í leiðinni,“ segir Harris og vísar þar til þess að spjallþætti Jimmys Kimmel hafi verið slaufað eftir að hann dró dár að æsingum Repúblikana í kjölfar morðsins á aðgerðarsinnanum Charlie Kirk. Ákvörðunin, sem var síðar dregin til baka, var tekin eftir að eftirlitsaðilar sem Trump skipaði hótuðu að beita ABC þvingunum.
Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent