„Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2025 21:22 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn en fátt annað í leik Grindavíkur í kvöld. Vísir/Pawel Grindavík vann tæpan sigur á KR í Bónus-deild karla í kvöld, 78-77, en Arnór Tristan Helgason tryggði Grindavík sigurinn í lokin með laglegu einstaklingsframtaki. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira