Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 24. október 2025 12:02 Konur á Íslandi mennta sig meira en nokkru sinni fyrr, en fá samt minnst út úr menntun sinni. Ávinningur af háskólanámi hefur aldrei verið minni, og það er sérstaklega áberandi hjá ungum konum. Samkvæmt nýjustu gögnum BHM og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þéna háskólamenntaðar konur að jafnaði á við karla með stúdentspróf. Árið 2022 fengu konur að meðaltali 83 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem karlar fengu. Launamunurinn byrjar snemma og eykst með aldrinum, úr 16% hjá ungu fólki í 26% þegar líður á starfsævina. Þetta hefur bein áhrif á lífsgæði, lífeyrisréttindi og efnahagslegt sjálfstæði kvenna. Á sama tíma hefur ávinningur af háskólanámi dregist saman um nær 40% á síðustu fimmtán árum. Fyrir yngstu hópana, 25–34 ára, hefur hann minnkað úr 48% niður í 21%. Það þýðir að unga kynslóðin fær nú aðeins helming þess ávinnings sem foreldrar þeirra nutu á sínum tíma. Þó hlutfallslegur ávinningur virðist hærri hjá konum (28%) en körlum (19%), er það blekking. Hann endurspeglar ekki raunverulegan launamun heldur lágar tekjur kvenna almennt. Háskólamenntaðar konur eru í raun með svipuð laun og karlar sem hafa aðeins lokið framhaldsskóla. Í stuttu máli: konur mennta sig mest, en virði menntunar þeirra er minnst.Þær eru í miklum meirihluta háskólanema (58% á móti 31% körlum) og bera uppi störf sem halda samfélaginu gangandi – í heilbrigðisþjónustu, kennslu og umönnun – en fá samt sífellt minna greitt fyrir meiri ábyrgð og menntun. Þróunin er ekki aðeins óréttlát, hún er hættuleg. Hún sendir skýr skilaboð til ungra kvenna: að fjárfesting í eigin menntun borgi sig síður en áður. Að samfélagið umbuni hvorki vinnu þeirra né þekkingu. Þegar konur eru í meirihluta í háskólum, í velferðarkerfinu og í opinbera geiranum lækkar ávinningurinn. Það er ekki vegna þess að menntun er minna virði, heldur vegna þess að samfélagið metur kvennastörf minna. Til þess er Kvennaverkfall. Ekki vegna þess að við erum að krefjast sætis við borðið - við erum með sæti við borðið þökk sé skörungunum sem ruddu veginn fyrir fimmtíu árum síðan. Í ár förum við í kvennaverkfall því við krefjumst þess að vinnandi konur búi ekki við kynjaðan launamismun og að menntun þeirra sé ekki gjaldfelld. Við krefjumst þess að mikilvægi kvenna sem vinnandi samfélagsþegna sjáist hvað launakjör varðar, og að lykilgreinar sem nú einkennast af meirihluta kvenna séu ekki gjaldfelldar. Við krefjumst þess að konur þurfi ekki að veigra sér við háskólanámi fyrir dæmigerð kvennastörf því þær vita að launin þeirra muni ekki endurspegla ólaunaða starfnámið, álagið sem fylgdi láglaunastarfinu sem þær vinna til að eiga efni á námi sínu og jafnvel móðir, eða ábyrgðina sem fylgir sérfræðimenntun þeirra og starfi að námi loknu. Við krefjumst þess að fólkið sem kennir börnunum okkar, unglingunum okkar og stúdentunum sem vilja verða sérfræðingar á sínu sviði fái vinnuframlag sitt, sérfræðiþekkingu og ábyrgð metna að verðleikum. Við krefjumst þess að fólkið sem hjúkrar sjúklingum og axlar ábyrgð langt umfram vinnuskyldu á deildum spítala fái sanngjörn laun fyrir það mikilvæga starf sem það vinnur í þágu velferðarsamfélags okkar. Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi yfir lykilstörf sem sinnt er af miklum meirihluta af konum í samfélaginu okkar, en meginstefið er: Við krefjumst þess að svokallaðar kvennastéttir fái raunverulegt virði framlags síns metið. Ekki bara með fögrum þakkarorðum og loforðum heldur með beinhörðum peningum. Höfundar eru Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta og Íris Björk Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Konur á Íslandi mennta sig meira en nokkru sinni fyrr, en fá samt minnst út úr menntun sinni. Ávinningur af háskólanámi hefur aldrei verið minni, og það er sérstaklega áberandi hjá ungum konum. Samkvæmt nýjustu gögnum BHM og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þéna háskólamenntaðar konur að jafnaði á við karla með stúdentspróf. Árið 2022 fengu konur að meðaltali 83 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem karlar fengu. Launamunurinn byrjar snemma og eykst með aldrinum, úr 16% hjá ungu fólki í 26% þegar líður á starfsævina. Þetta hefur bein áhrif á lífsgæði, lífeyrisréttindi og efnahagslegt sjálfstæði kvenna. Á sama tíma hefur ávinningur af háskólanámi dregist saman um nær 40% á síðustu fimmtán árum. Fyrir yngstu hópana, 25–34 ára, hefur hann minnkað úr 48% niður í 21%. Það þýðir að unga kynslóðin fær nú aðeins helming þess ávinnings sem foreldrar þeirra nutu á sínum tíma. Þó hlutfallslegur ávinningur virðist hærri hjá konum (28%) en körlum (19%), er það blekking. Hann endurspeglar ekki raunverulegan launamun heldur lágar tekjur kvenna almennt. Háskólamenntaðar konur eru í raun með svipuð laun og karlar sem hafa aðeins lokið framhaldsskóla. Í stuttu máli: konur mennta sig mest, en virði menntunar þeirra er minnst.Þær eru í miklum meirihluta háskólanema (58% á móti 31% körlum) og bera uppi störf sem halda samfélaginu gangandi – í heilbrigðisþjónustu, kennslu og umönnun – en fá samt sífellt minna greitt fyrir meiri ábyrgð og menntun. Þróunin er ekki aðeins óréttlát, hún er hættuleg. Hún sendir skýr skilaboð til ungra kvenna: að fjárfesting í eigin menntun borgi sig síður en áður. Að samfélagið umbuni hvorki vinnu þeirra né þekkingu. Þegar konur eru í meirihluta í háskólum, í velferðarkerfinu og í opinbera geiranum lækkar ávinningurinn. Það er ekki vegna þess að menntun er minna virði, heldur vegna þess að samfélagið metur kvennastörf minna. Til þess er Kvennaverkfall. Ekki vegna þess að við erum að krefjast sætis við borðið - við erum með sæti við borðið þökk sé skörungunum sem ruddu veginn fyrir fimmtíu árum síðan. Í ár förum við í kvennaverkfall því við krefjumst þess að vinnandi konur búi ekki við kynjaðan launamismun og að menntun þeirra sé ekki gjaldfelld. Við krefjumst þess að mikilvægi kvenna sem vinnandi samfélagsþegna sjáist hvað launakjör varðar, og að lykilgreinar sem nú einkennast af meirihluta kvenna séu ekki gjaldfelldar. Við krefjumst þess að konur þurfi ekki að veigra sér við háskólanámi fyrir dæmigerð kvennastörf því þær vita að launin þeirra muni ekki endurspegla ólaunaða starfnámið, álagið sem fylgdi láglaunastarfinu sem þær vinna til að eiga efni á námi sínu og jafnvel móðir, eða ábyrgðina sem fylgir sérfræðimenntun þeirra og starfi að námi loknu. Við krefjumst þess að fólkið sem kennir börnunum okkar, unglingunum okkar og stúdentunum sem vilja verða sérfræðingar á sínu sviði fái vinnuframlag sitt, sérfræðiþekkingu og ábyrgð metna að verðleikum. Við krefjumst þess að fólkið sem hjúkrar sjúklingum og axlar ábyrgð langt umfram vinnuskyldu á deildum spítala fái sanngjörn laun fyrir það mikilvæga starf sem það vinnur í þágu velferðarsamfélags okkar. Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi yfir lykilstörf sem sinnt er af miklum meirihluta af konum í samfélaginu okkar, en meginstefið er: Við krefjumst þess að svokallaðar kvennastéttir fái raunverulegt virði framlags síns metið. Ekki bara með fögrum þakkarorðum og loforðum heldur með beinhörðum peningum. Höfundar eru Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta og Íris Björk Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun