Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Árni Sæberg skrifar 23. október 2025 16:31 Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár. Vísir/Vilhelm Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent. Í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að sterkur grunnrekstur endurspegli niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum sé í takt við áætlanir en minni en síðustu misseri. Taka verði tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hafi vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verði lögð áhersla á arðbæran tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu. Afkoma af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta hafi verið 958 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem sé lítillega undir væntingum en í takt við þróun markaða. Allir eignaflokkar hafi skilað jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa hafi verið 1,0 prósent, óskráðra hlutabréfa 0,2 prósent, ríkisskuldabréfa 2,1 prósent, annarra skuldabréfa 2,1 prósent og safnsins alls 1,7 prósent. Í lok þriðja ársfjórðungs hafi eignasafnið verið 61,2 milljarðar króna. Tjónaþróun hagfelld Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi numið 666 milljónum króna. Þar af hafi hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta numið 2.447 milljónum og samsett hlutfall 90,6 prósent. Þá hafi tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta verið 1.013 milljónir króna. „Rekstrarniðurstaða á fyrstu níu mánuðum ársins endurspeglar sterkan grunnrekstur samstæðunnar. Tjónaþróun hefur verið hagfelld það sem af er ári, sér í lagi þar sem ekkert stórtjón henti á tímabilinu og útskýrir stórbætta afkomu vátryggingasamninga á milli ára. Afkoma af fjárfestingastarfsemi er undir væntingum á tímabilinu sem helgast af neikvæðri þróun á skráðum hlutabréfum fyrri hluta árs.“ Horfurnar betri Haft er eftir Hermanni að félagið hafi breytt horfum sínum fyrir árið 2025 og afkoma af vátryggingasamningum sé áætluð um 2.500 til 2.700 milljónir króna í stað 1.700 til 2.400 milljóna og samsett hlutfall á bilinu 92 til 93 prósent í stað 93 til 95 prósent áður. Horfur til næstu tólf mánaða séu að afkoma af vátryggingasamningum verði á bilinu 1.900 til 2.600 milljónir króna og samsett hlutfall 93 til 95 prósent. „Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.“ Sjóvá Uppgjör og ársreikningar Tryggingar Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira
Í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að sterkur grunnrekstur endurspegli niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum sé í takt við áætlanir en minni en síðustu misseri. Taka verði tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hafi vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verði lögð áhersla á arðbæran tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu. Afkoma af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta hafi verið 958 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem sé lítillega undir væntingum en í takt við þróun markaða. Allir eignaflokkar hafi skilað jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa hafi verið 1,0 prósent, óskráðra hlutabréfa 0,2 prósent, ríkisskuldabréfa 2,1 prósent, annarra skuldabréfa 2,1 prósent og safnsins alls 1,7 prósent. Í lok þriðja ársfjórðungs hafi eignasafnið verið 61,2 milljarðar króna. Tjónaþróun hagfelld Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi numið 666 milljónum króna. Þar af hafi hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta numið 2.447 milljónum og samsett hlutfall 90,6 prósent. Þá hafi tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta verið 1.013 milljónir króna. „Rekstrarniðurstaða á fyrstu níu mánuðum ársins endurspeglar sterkan grunnrekstur samstæðunnar. Tjónaþróun hefur verið hagfelld það sem af er ári, sér í lagi þar sem ekkert stórtjón henti á tímabilinu og útskýrir stórbætta afkomu vátryggingasamninga á milli ára. Afkoma af fjárfestingastarfsemi er undir væntingum á tímabilinu sem helgast af neikvæðri þróun á skráðum hlutabréfum fyrri hluta árs.“ Horfurnar betri Haft er eftir Hermanni að félagið hafi breytt horfum sínum fyrir árið 2025 og afkoma af vátryggingasamningum sé áætluð um 2.500 til 2.700 milljónir króna í stað 1.700 til 2.400 milljóna og samsett hlutfall á bilinu 92 til 93 prósent í stað 93 til 95 prósent áður. Horfur til næstu tólf mánaða séu að afkoma af vátryggingasamningum verði á bilinu 1.900 til 2.600 milljónir króna og samsett hlutfall 93 til 95 prósent. „Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.“
Sjóvá Uppgjör og ársreikningar Tryggingar Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira