Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar 23. október 2025 12:30 Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar