„Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 10:43 Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu. EPA/Liselotte Sabroe „Ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það er auðvitað búinn að vera draumur að spila í Meistaradeild Evrópu síðan ég var lítill, og að skora er náttúrulega bara annar draumur,“ segir Viktor Bjarki Daðason, yngsti markaskorari Íslands í Meistaradeildinni í fótbolta frá upphafi. Viktor Bjarki ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir að hafa orðið sá þriðji yngsti í allri sögunni til að skora í Meistaradeildinni, aðeins 17 ára og 113 daga gamall, fyrir FCK gegn Dortmund í vikunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Viktor segir það hafa verið magnað að heyra Meistaradeildarlagið í fyrsta sinn sem leikmaður: „Það var gæsahúð. Ég fékk alltaf gæsahúð þegar ég var uppi í stúku eða hreinlega heima að horfa á Champions League en að vera svo á bekknum þegar lagið var spilað var allt önnur tilfinning.“ Aðeins stjörnurnar Ansu Fati og Lamine Yamal hafa verið yngri og skorað í Meistaradeild Evrópu. Viktor, sem sló ungur í gegn hjá Fram áður en hann fór svo til FCK, er því í þriðja sæti listans en var ekkert að spá í það fyrir fram. „Nei, ég hafði enga hugmynd. Ég var ekki að pæla í því fyrir leikinn. Ég var meira búinn að pæla í að gera mig ready til að koma inn á. Svo fékk ég bara skilaboð eftir leikinn um að ég væri á topp 3 yfir yngstu markaskorara í Champions League. Það er auðvitað líka skemmtilegt. Yamal er líka ungur en er búinn að skapa sér svo stórt nafn að allir í heiminum vita hver hann er. Hann er rosalegur og það er heiður að fá að vera í sama flokki og hann,“ sagði Viktor. Viktor er sonur þeirra Dagbjartar Rutar Bjarnadóttur og Daða Hafþórssonar, fyrrverandi handboltamanns, og þau styðja vel við soninn í fyrstu sporunum í atvinnumennsku: „Pabbi er oftast með mér, því hann getur unnið að heiman, og svo kemur mamma þegar hún getur líka,“ segir Viktor. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29 Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Viktor Bjarki ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir að hafa orðið sá þriðji yngsti í allri sögunni til að skora í Meistaradeildinni, aðeins 17 ára og 113 daga gamall, fyrir FCK gegn Dortmund í vikunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Viktor segir það hafa verið magnað að heyra Meistaradeildarlagið í fyrsta sinn sem leikmaður: „Það var gæsahúð. Ég fékk alltaf gæsahúð þegar ég var uppi í stúku eða hreinlega heima að horfa á Champions League en að vera svo á bekknum þegar lagið var spilað var allt önnur tilfinning.“ Aðeins stjörnurnar Ansu Fati og Lamine Yamal hafa verið yngri og skorað í Meistaradeild Evrópu. Viktor, sem sló ungur í gegn hjá Fram áður en hann fór svo til FCK, er því í þriðja sæti listans en var ekkert að spá í það fyrir fram. „Nei, ég hafði enga hugmynd. Ég var ekki að pæla í því fyrir leikinn. Ég var meira búinn að pæla í að gera mig ready til að koma inn á. Svo fékk ég bara skilaboð eftir leikinn um að ég væri á topp 3 yfir yngstu markaskorara í Champions League. Það er auðvitað líka skemmtilegt. Yamal er líka ungur en er búinn að skapa sér svo stórt nafn að allir í heiminum vita hver hann er. Hann er rosalegur og það er heiður að fá að vera í sama flokki og hann,“ sagði Viktor. Viktor er sonur þeirra Dagbjartar Rutar Bjarnadóttur og Daða Hafþórssonar, fyrrverandi handboltamanns, og þau styðja vel við soninn í fyrstu sporunum í atvinnumennsku: „Pabbi er oftast með mér, því hann getur unnið að heiman, og svo kemur mamma þegar hún getur líka,“ segir Viktor.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29 Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29
Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35