Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar 23. október 2025 09:00 Á Alþingi liggja nú fyrir tvö frumvörp varðandi þjóðfána Íslendinga. Bæði hafa það að markmiði að auka notkun fánans og sýnileika hans. Undirritaður er sannarlega mikill talsmaður þess að Íslendingar eigi að vera ófeimnari við að nota fánann við sem flest tilefni. Það getur þó verið vandasamt að velja hvaða leið er farin í þeim málum. Annað frumvarpið er flutt af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í því er lögð til viðbót við núgildandi lög um að tjúgufáninn (ríkisfáninn, sem er eins og hinn almenni fáni nema klofinn að framan) skuli dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu. Þó að þetta frumvarp sé enn á fyrstu stigum hefur það líklega þegar haft óbein áhrif, þar sem við sjáum nú tjúgufánann við hún flesta, ef ekki alla daga vikunnar, hjá ýmsum opinberum stofnunum. Í vikunni lagði Karl Gauti Hjaltason svo fram nýtt frumvarp, þar sem lagt er til að á húsum opinberra stofnana verði einungis heimilt að draga á stöng þjóðfána Íslendinga (með undantekningum). Í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að flutningsmenn leggi þetta til svo auka megi mikilvægi íslenska þjóðfánans. Tilgangur frumvarpsins sé að fánanum verði flaggað oftar en nú er gert og þannig hvatt til aukinnar samstöðu þjóðarinnar. Það er hollt og gott fyrir fánann að skýrar reglur séu um hvernig beri að sýna honum virðingu. En er rétta leiðin til að fá fólk til að flagga honum oftar að herða reglur um notkun hans? Munu slíkar reglur þjappa þjóðinni saman undir merki hans? Greinarhöfundur efast um það. Íslenski fáninn var fyrst dreginn formlega að hún við Stjórnarráðið í Lækjargötu í Reykjavík 1. desember 1918, þegar þjóðin fékk fullveldi frá Dönum. Sérstakur íslenskur fáni hafði þá verið baráttumál í dágóðan tíma. Tillaga að íslenskum fána var viðruð í tengslum við þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 1874 og á síðasta áratug 19. aldar voru settar fram ýmsar hugmyndir um hvernig tjá mætti sérstöðu íslensku þjóðarinnar og hugmyndir hennar um sjálfa sig með fána. Í hópi þeirra sem þar tóku til máls voru skáld, fræðimenn og stjórnmálamenn, svo sem Benedikt Gröndal, Hannes Hafstein, Matthías Þórðarson og Einar Benediktsson. Sammerkt með öllum tillögunum sem lagðar voru fram var að fáninn væri tákn þjóðarinnar og fólksins, baráttutákn gegn erlendu valdi. Þegar fáninn síðan hlaut samþykki konungs, og var í framhaldi skilgreindur sem tákn landsins og ríkisvaldið setti um hann sérstakar reglur, færðist „eign“ fánans að einhverju leyti úr höndum fólksins yfir til valdsins. Með tímanum höfum við sem einstaklingar og þjóð því misst eldmóðinn sem lá í loftinu á hinu frjóa tímabili þegar fáninn tjáði hugsjónina um sjálfstætt Ísland. Fáninn er fyrir löngu orðinn hluti af okkar daglega lífi. Hann er opinbert tákn lýðveldisins Íslands. Sé fólk spurt að því hvað fáninn merki tengja flestir liti hans og form við menningararfinn og náttúruna. Í þessari fánasögu okkar felst því eilítil varúðarsaga fyrir nútímann. Ef tillögurnar í þessum frumvörpum verða að lögum verður þrengt að notkun fánans. Vissulega er mögulegt að fáninn verði oftar sýnilegur við opinberar stofnanir, en það getur jafnframt ýtt undir þá tilfinningu að fáninn eigi fyrst og fremst heima þar, en ekki annars staðar. Reynslan og fræðin sýna að því meira sem ríkið stígur inn í og hefur áhrif á hvernig við megum nota fánann, því lengra færist hann í huga almennings frá hversdagsleikanum og inn í heim valdsins — sem dregur úr tilfinningalegri tengingu borgaranna við hann. Ef við horfum til nágrannalanda okkar, þá styðja þetta dæmi þaðan. Norðurlöndin hafa almennt leyft frjálsari notkun á fánanum en við erum vön og hvatt fólk til að nota hann ekki aðeins á fánadögum og þjóðhátíðum, heldur einnig á afmælum og við persónuleg gleðitilefni. Þetta hefur aukið jákvæðni gagnvart fánanum og hefur undirritaður margoft átt samtöl við einstaklinga sem lýsa yfir öfund í garð nágranna okkar og tengingu þeirra við fánann sinn. Í Þýskalandi voru áður strangar reglur um notkun fánans og almenningur notaði hann því næstum ekkert, en eftir að reglurnar voru mildaðar hefur fáninn orðið almenningseign á ný. Reglulega kemur upp umræða í samfélaginu um að það gæti verið góð hugmynd að slaka á fánareglunum til að gera almenningi auðveldara að flagga án þess að óttast að brjóta lög. Hér er oftast átt við þá reglu að bannað sé að hafa fánann uppi eftir sólsetur. Að rýmka reglur um hvenær við megum nota fánann gæti verið tilvalin leið til að auka notkun hans og hvetja þannig til samstöðu þjóðarinnar — eins og lagt er til í frumvarpi Karls Gauta. Á sama tíma er óhætt að fullyrða að það sé ekkert sem bendi til þess að strangari reglur um að fánanum sé flaggað hjá opinberum byggingum muni auka áhuga almennings á að draga fánann að hún. Einkenni okkar tíma eru hraðar breytingar og við eigum að vera óhrædd við að uppfæra reglur og lög um fánann, svo hann skipi áfram mikilvægan sess hjá þjóðinni og sé elskaður af henni. En gleymum ekki að fáninn er tákn okkar Íslendinga allra — ekki bara ríkisins. Finnum því leiðir til að auka tilfinningaleg tengsl við fánann. Þannig aukum við virðinguna fyrir honum og notum hann meira. Notum íslenska fánann fallega, saman. Höfundur er grafískur hönnuður og hefur rannsakað notkun og áhrif íslenska fánans um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggja nú fyrir tvö frumvörp varðandi þjóðfána Íslendinga. Bæði hafa það að markmiði að auka notkun fánans og sýnileika hans. Undirritaður er sannarlega mikill talsmaður þess að Íslendingar eigi að vera ófeimnari við að nota fánann við sem flest tilefni. Það getur þó verið vandasamt að velja hvaða leið er farin í þeim málum. Annað frumvarpið er flutt af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í því er lögð til viðbót við núgildandi lög um að tjúgufáninn (ríkisfáninn, sem er eins og hinn almenni fáni nema klofinn að framan) skuli dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu. Þó að þetta frumvarp sé enn á fyrstu stigum hefur það líklega þegar haft óbein áhrif, þar sem við sjáum nú tjúgufánann við hún flesta, ef ekki alla daga vikunnar, hjá ýmsum opinberum stofnunum. Í vikunni lagði Karl Gauti Hjaltason svo fram nýtt frumvarp, þar sem lagt er til að á húsum opinberra stofnana verði einungis heimilt að draga á stöng þjóðfána Íslendinga (með undantekningum). Í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að flutningsmenn leggi þetta til svo auka megi mikilvægi íslenska þjóðfánans. Tilgangur frumvarpsins sé að fánanum verði flaggað oftar en nú er gert og þannig hvatt til aukinnar samstöðu þjóðarinnar. Það er hollt og gott fyrir fánann að skýrar reglur séu um hvernig beri að sýna honum virðingu. En er rétta leiðin til að fá fólk til að flagga honum oftar að herða reglur um notkun hans? Munu slíkar reglur þjappa þjóðinni saman undir merki hans? Greinarhöfundur efast um það. Íslenski fáninn var fyrst dreginn formlega að hún við Stjórnarráðið í Lækjargötu í Reykjavík 1. desember 1918, þegar þjóðin fékk fullveldi frá Dönum. Sérstakur íslenskur fáni hafði þá verið baráttumál í dágóðan tíma. Tillaga að íslenskum fána var viðruð í tengslum við þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 1874 og á síðasta áratug 19. aldar voru settar fram ýmsar hugmyndir um hvernig tjá mætti sérstöðu íslensku þjóðarinnar og hugmyndir hennar um sjálfa sig með fána. Í hópi þeirra sem þar tóku til máls voru skáld, fræðimenn og stjórnmálamenn, svo sem Benedikt Gröndal, Hannes Hafstein, Matthías Þórðarson og Einar Benediktsson. Sammerkt með öllum tillögunum sem lagðar voru fram var að fáninn væri tákn þjóðarinnar og fólksins, baráttutákn gegn erlendu valdi. Þegar fáninn síðan hlaut samþykki konungs, og var í framhaldi skilgreindur sem tákn landsins og ríkisvaldið setti um hann sérstakar reglur, færðist „eign“ fánans að einhverju leyti úr höndum fólksins yfir til valdsins. Með tímanum höfum við sem einstaklingar og þjóð því misst eldmóðinn sem lá í loftinu á hinu frjóa tímabili þegar fáninn tjáði hugsjónina um sjálfstætt Ísland. Fáninn er fyrir löngu orðinn hluti af okkar daglega lífi. Hann er opinbert tákn lýðveldisins Íslands. Sé fólk spurt að því hvað fáninn merki tengja flestir liti hans og form við menningararfinn og náttúruna. Í þessari fánasögu okkar felst því eilítil varúðarsaga fyrir nútímann. Ef tillögurnar í þessum frumvörpum verða að lögum verður þrengt að notkun fánans. Vissulega er mögulegt að fáninn verði oftar sýnilegur við opinberar stofnanir, en það getur jafnframt ýtt undir þá tilfinningu að fáninn eigi fyrst og fremst heima þar, en ekki annars staðar. Reynslan og fræðin sýna að því meira sem ríkið stígur inn í og hefur áhrif á hvernig við megum nota fánann, því lengra færist hann í huga almennings frá hversdagsleikanum og inn í heim valdsins — sem dregur úr tilfinningalegri tengingu borgaranna við hann. Ef við horfum til nágrannalanda okkar, þá styðja þetta dæmi þaðan. Norðurlöndin hafa almennt leyft frjálsari notkun á fánanum en við erum vön og hvatt fólk til að nota hann ekki aðeins á fánadögum og þjóðhátíðum, heldur einnig á afmælum og við persónuleg gleðitilefni. Þetta hefur aukið jákvæðni gagnvart fánanum og hefur undirritaður margoft átt samtöl við einstaklinga sem lýsa yfir öfund í garð nágranna okkar og tengingu þeirra við fánann sinn. Í Þýskalandi voru áður strangar reglur um notkun fánans og almenningur notaði hann því næstum ekkert, en eftir að reglurnar voru mildaðar hefur fáninn orðið almenningseign á ný. Reglulega kemur upp umræða í samfélaginu um að það gæti verið góð hugmynd að slaka á fánareglunum til að gera almenningi auðveldara að flagga án þess að óttast að brjóta lög. Hér er oftast átt við þá reglu að bannað sé að hafa fánann uppi eftir sólsetur. Að rýmka reglur um hvenær við megum nota fánann gæti verið tilvalin leið til að auka notkun hans og hvetja þannig til samstöðu þjóðarinnar — eins og lagt er til í frumvarpi Karls Gauta. Á sama tíma er óhætt að fullyrða að það sé ekkert sem bendi til þess að strangari reglur um að fánanum sé flaggað hjá opinberum byggingum muni auka áhuga almennings á að draga fánann að hún. Einkenni okkar tíma eru hraðar breytingar og við eigum að vera óhrædd við að uppfæra reglur og lög um fánann, svo hann skipi áfram mikilvægan sess hjá þjóðinni og sé elskaður af henni. En gleymum ekki að fáninn er tákn okkar Íslendinga allra — ekki bara ríkisins. Finnum því leiðir til að auka tilfinningaleg tengsl við fánann. Þannig aukum við virðinguna fyrir honum og notum hann meira. Notum íslenska fánann fallega, saman. Höfundur er grafískur hönnuður og hefur rannsakað notkun og áhrif íslenska fánans um árabil.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun