Hatar hvítu stuttbuxurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 07:00 Veronica Kristiansen er ein þeirra handboltakvenna sem eru mjög ósáttar með að þurfa að spila í hvítum stuttbuxum. Getty/Dean Mouhtaropoulos „Burt með hvítar stuttbuxurnar“ er nú orðið að baráttumáli fyrir handboltakonur heimsins þegar styttist í næsta heimsmeistaramót kvenna í handbolta. Norska handboltakonan Veronica Kristiansen er í hópi margra íþróttakvenna sem vilja ekki sjá hvítar stuttbuxur í sinni íþrótt. Kristiansen er jafnframt í hópi þeirra kvenna sem eru þvingaðar í að spila þessum óvinsælu hvítu stuttbuxum. Í sömu stöðu í hverjum mánuði „Ég hata hvítar stuttbuxur. Ég skil svo sem alveg að þær líti vel út. Við erum aftur á móti konur og lendum í ákveðnum kringumstæðum í hverjum mánuði. Það er því ekki gaman fyrir okkur að spila í hvítum buxum,“ sagði Veronica Kristiansen við NRK. Umræðan um hvítu stuttbuxurnar í kvennaboltanum hefur verið lengi í gangi. Margar þjóðir og mörg félög hafa hlustað á konurnar en svo er ekki staðan í handboltanum. Skiptu yfir í hvítar stuttbuxur Kristiansen er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn í janúar. Hún spilar með ungverska liðinu Györ sem hefur spilað þar í grænum buxum en félagið skipti nýverið yfir í hvítar buxur. „Við höfum sagt það svo lengi að við viljum ekki spila í hvítum buxum en það fór ekki lengra en það,“ sagði Kristiansen. „Fyrir mig sjálfa þá er þetta vandræðalegt og niðurlægjandi. Tíðahringurinn er eitthvað sem þú stjórnar ekki. Gerið þið það, í burtu með þessar hvítu stuttbuxur,“ sagði Kristiansen. Eitthvað sem enginn vill Norski landsliðsfyrirliðinn Henny Reistad tekur undir þetta. „Ég er ekki aðdáandi hvítu stuttbuxnanna heldur. Ef það er eitthvað sem enginn vill, þá á að hlusta á það. Þetta getur verið mjög óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Henny Reistad. Frétt hjá norska ríkisútvarpinu um málið. NRK Sport Nú hafa handboltasambönd Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur líka skrifað saman bréf og sent Alþjóðahandboltasambandinu, IHF. Samböndin heimta reglubreytingu hjá IHF fyrir HM kvenna sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi. Öll lið þurfa að vera bæði með ljósar og dökkar stuttbuxur í sínu búningasetti. Blæðir í gegnum buxurnar „Okkar reynsla segir það að sú regla að þurfa að vera í ljósum stuttbuxum sé tákn um kvenhatur,“ sagði Randi Gustad, forseti norska sambandsins. „Óöryggið sem fylgir því hvort að það blæði í gegnum stuttbuxurnar þínar eða ekki er mjög óþægilegt fyrir konur í handbolta,“ sagði Gustad. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Norska handboltakonan Veronica Kristiansen er í hópi margra íþróttakvenna sem vilja ekki sjá hvítar stuttbuxur í sinni íþrótt. Kristiansen er jafnframt í hópi þeirra kvenna sem eru þvingaðar í að spila þessum óvinsælu hvítu stuttbuxum. Í sömu stöðu í hverjum mánuði „Ég hata hvítar stuttbuxur. Ég skil svo sem alveg að þær líti vel út. Við erum aftur á móti konur og lendum í ákveðnum kringumstæðum í hverjum mánuði. Það er því ekki gaman fyrir okkur að spila í hvítum buxum,“ sagði Veronica Kristiansen við NRK. Umræðan um hvítu stuttbuxurnar í kvennaboltanum hefur verið lengi í gangi. Margar þjóðir og mörg félög hafa hlustað á konurnar en svo er ekki staðan í handboltanum. Skiptu yfir í hvítar stuttbuxur Kristiansen er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn í janúar. Hún spilar með ungverska liðinu Györ sem hefur spilað þar í grænum buxum en félagið skipti nýverið yfir í hvítar buxur. „Við höfum sagt það svo lengi að við viljum ekki spila í hvítum buxum en það fór ekki lengra en það,“ sagði Kristiansen. „Fyrir mig sjálfa þá er þetta vandræðalegt og niðurlægjandi. Tíðahringurinn er eitthvað sem þú stjórnar ekki. Gerið þið það, í burtu með þessar hvítu stuttbuxur,“ sagði Kristiansen. Eitthvað sem enginn vill Norski landsliðsfyrirliðinn Henny Reistad tekur undir þetta. „Ég er ekki aðdáandi hvítu stuttbuxnanna heldur. Ef það er eitthvað sem enginn vill, þá á að hlusta á það. Þetta getur verið mjög óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Henny Reistad. Frétt hjá norska ríkisútvarpinu um málið. NRK Sport Nú hafa handboltasambönd Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur líka skrifað saman bréf og sent Alþjóðahandboltasambandinu, IHF. Samböndin heimta reglubreytingu hjá IHF fyrir HM kvenna sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi. Öll lið þurfa að vera bæði með ljósar og dökkar stuttbuxur í sínu búningasetti. Blæðir í gegnum buxurnar „Okkar reynsla segir það að sú regla að þurfa að vera í ljósum stuttbuxum sé tákn um kvenhatur,“ sagði Randi Gustad, forseti norska sambandsins. „Óöryggið sem fylgir því hvort að það blæði í gegnum stuttbuxurnar þínar eða ekki er mjög óþægilegt fyrir konur í handbolta,“ sagði Gustad.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira