Innlent

Barn flutt á sjúkra­hús eftir að hafa lent undir bíl

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mikill viðbúnaður var á vettvangi.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi.

Barn var flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir sendiferðarbíl við Mjóddina síðdegis í dag.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Mikill viðbúnaður var á vettvangi en þar voru lögreglubílar, sjúkrabíll og slökkviliðsbíll.

Stefán Darri Sveinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að slysið hafi ekki verið alvarlegt.

Slökkviliðsbíll hafi verið á ferð nálægt vettvangi slyssins og þess vegna verið kallaður til.

„Þetta var ekkert alvarlegt en það var einn fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar,“ segir Stefán.

Vísir/Lýður Valberg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×