Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 11:32 Katrín Ásbjörnsdóttir fékk tíma til að faðma liðsfélaga sína áður en hún gekk af velli á fyrstu mínútu leiksins við FH, í lokaumferð Bestu deildarinnar. Skjáskot/Sýn Sport Katrín Ásbjörnsdóttir var lofuð í hástert í lokaþætti tímabilsins af Bestu mörkunum. Þessi frábæra knattspyrnukona fékk að spila fyrstu sekúndurnar í lokaleik tvöfaldra meistara Breiðabliks og var svo kvödd með virktum. Byrjunin á leik Breiðabliks og FH í lokaumferð Bestu deildarinnar var afar óvenjuleg. Katrín, sem annars hefur ekkert spilað á tímabilinu eftir að hafa meiðst alvarlega í lokaleik síðasta tímabils, fékk að ljúka glæstum ferli sínum á því að taka upphafsspyrnuna. Klippa: Katrín kvödd með einstökum hætti Blikar ætluðu svo að spyrna boltanum strax út af svo hægt yrði að skipta Katrínu af velli en hún gat ekki annað en skellt upp úr þegar fyrirliðinn Heiða Ragney Viðarsdóttir sparkaði boltanum óvart fyrst í liðsfélaga. Þegar boltinn var kominn út af gat Katrín faðmað liðsfélaga sína og gengið sátt af velli úr sínum síðasta leik, á ferli þar sem Íslandsmeistaratitlar með Þór/KA og Stjörnunni, og EM með íslenska landsliðinu, eru meðal þess sem stendur upp úr. „Ég hef aldrei séð þetta áður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Bestu mörkunum, um það hvernig Blikar kvöddu Katrínu með því að leyfa henni að byrja leikinn gegn FH. Afar fallega gert og viðeigandi, að mati sérfræðinganna. „Staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril“ „Katrín á allt sviðið skilið. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril. Komið víða við og alltaf lagt sitt að mörkum og verið stór hluti af velgengni sinna liða. Ég man vel eftir henni í 3. flokki, þegar ég þjálfaði flokk Vals, og KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn og það var svolítið mikið Katrínu að þakka. Hún var ung farin að taka pláss og sýna gæði sín og tæknilega getu. Gott hjá Blikum að gefa henni rými og tækifæri til að þakka fyrir sig, og ekki síður öðrum til að þakka henni fyrir hennar framlag,“ sagði Margrét Lára. Katrín skoraði samtals 93 mörk í 215 leikjum í efstu deild hér á landi, og eitt mark í 19 A-landsleikjum, en varð að hætta vegna meiðsla. „Engin sem á þetta meira skilið“ Ásta Eir Árnadóttir, sem lék eitt tímabil með Katrínu í Breiðabliki, tók í sama streng og Margrét: „Þetta er fallega gert og hún á allt gott skilið. Hún lendir í þessum meiðslum fyrir ári síðan, í úrslitaleiknum í fyrra, en er búin að mæta daglega. Er í klefanum, ótrúlega góður karakter og liðsmaður, og það er engin sem á þetta meira skilið en hún að fá svona endi, þó auðvitað sé það ekki óskastaða að þurfa að hætta svona. Hennar verður sárt saknað úr Kópavoginum.“ Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Byrjunin á leik Breiðabliks og FH í lokaumferð Bestu deildarinnar var afar óvenjuleg. Katrín, sem annars hefur ekkert spilað á tímabilinu eftir að hafa meiðst alvarlega í lokaleik síðasta tímabils, fékk að ljúka glæstum ferli sínum á því að taka upphafsspyrnuna. Klippa: Katrín kvödd með einstökum hætti Blikar ætluðu svo að spyrna boltanum strax út af svo hægt yrði að skipta Katrínu af velli en hún gat ekki annað en skellt upp úr þegar fyrirliðinn Heiða Ragney Viðarsdóttir sparkaði boltanum óvart fyrst í liðsfélaga. Þegar boltinn var kominn út af gat Katrín faðmað liðsfélaga sína og gengið sátt af velli úr sínum síðasta leik, á ferli þar sem Íslandsmeistaratitlar með Þór/KA og Stjörnunni, og EM með íslenska landsliðinu, eru meðal þess sem stendur upp úr. „Ég hef aldrei séð þetta áður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Bestu mörkunum, um það hvernig Blikar kvöddu Katrínu með því að leyfa henni að byrja leikinn gegn FH. Afar fallega gert og viðeigandi, að mati sérfræðinganna. „Staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril“ „Katrín á allt sviðið skilið. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril. Komið víða við og alltaf lagt sitt að mörkum og verið stór hluti af velgengni sinna liða. Ég man vel eftir henni í 3. flokki, þegar ég þjálfaði flokk Vals, og KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn og það var svolítið mikið Katrínu að þakka. Hún var ung farin að taka pláss og sýna gæði sín og tæknilega getu. Gott hjá Blikum að gefa henni rými og tækifæri til að þakka fyrir sig, og ekki síður öðrum til að þakka henni fyrir hennar framlag,“ sagði Margrét Lára. Katrín skoraði samtals 93 mörk í 215 leikjum í efstu deild hér á landi, og eitt mark í 19 A-landsleikjum, en varð að hætta vegna meiðsla. „Engin sem á þetta meira skilið“ Ásta Eir Árnadóttir, sem lék eitt tímabil með Katrínu í Breiðabliki, tók í sama streng og Margrét: „Þetta er fallega gert og hún á allt gott skilið. Hún lendir í þessum meiðslum fyrir ári síðan, í úrslitaleiknum í fyrra, en er búin að mæta daglega. Er í klefanum, ótrúlega góður karakter og liðsmaður, og það er engin sem á þetta meira skilið en hún að fá svona endi, þó auðvitað sé það ekki óskastaða að þurfa að hætta svona. Hennar verður sárt saknað úr Kópavoginum.“
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira