Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2025 23:31 Fólk fylgist hér með maraþonhlaupinu vinsæla í Höfðaborg sem ekkert varð af um helgina. EPA/NIC BOTHMA Ekkert varð af maraþonhlaupinu vinsæla í Höfðaborg sem átti að fara fram í gær. 32. útgáfu Sanlam Cape Town-maraþonsins var nefnilega aflýst „af öryggisástæðum“. Uppselt var á viðburðinn og búist var við metfjölda, eða 24 þúsund hlaupurum, á sunnudag. Í fyrra tóku 21 þúsund manns þátt í maraþoninu. „Vinsamlegast komið ekki að rásmarki. Viðburðurinn fer ekki fram. Frekari upplýsingar verða sendar út,“ sagði í Facebook-færslu frá Höfðaborgarmaraþoninu, sem Sanlam styrkir, snemma á sunnudagsmorgun. Í kjölfar þess að 32. Sanlam Cape Town-maraþoninu var aflýst tilkynnti aðalstyrktaraðilinn Sanlam um velvildarvott til að styðja við vonsvikna hlaupara. Allir skráðir þátttakendur fá styrkta skráningu í annaðhvort maraþonið í maí 2026 eða 2027. Þetta tilboð gildir óháð því hvort maraþonið fær stöðu sem fyrsta Abbott World Marathon Majors-hlaupið í Afríku. Skipuleggjendur aflýstu hlaupinu snemma sunnudaginn 19. október vegna mikils vinds. Sterkar vindhviður á Woodstock-svæðinu gerðu hlaupaleiðina óörugga og mannvirki á bæði rás- og endamarkssvæðum urðu fyrir skemmdum. Höfðaborgarmaraþoninu var því aflýst vegna aðstæðna sem sköpuðu öryggisáhættu fyrir hlaupara, starfsfólk og áhorfendur og var ákvörðunin tekin rétt áður en hlaupið átti að hefjast. Clark Gardner, framkvæmdastjóri Sanlam Cape Town-maraþonsins, lýsti yfir vonbrigðum sínum með að aflýsa þurfti maraþoninu. „Við erum niðurbrotin,“ sagði Gardner. „Við höfum unnið í marga mánuði við að skipuleggja fyrir allar mögulegar aðstæður og skilyrði, en að lokum hafði æðra vald lokaorðið og við erum miður okkar yfir því að aflýsa þurfti Cape Town-maraþoninu.“ Ashwin Maggot er einn þeirra sem ætlaði að keppa á mótinu og var búinn að leggja mikið á sig við undirbúninginn. „Sextán vikur af snemmbúnum morgnum, síðkvöldum og fórnum á tíma með konunni minni og börnunum, allt fyrir þetta eina augnablik. Þetta átti að vera fyrsta maraþonið mitt, eitthvað sem mig hefur dreymt um í mörg ár. Ég þraukaði í gegnum meiðsli, eyddi klukkustundum hjá hreyfifræðingnum og sjúkraþjálfaranum og gaf allt til að vera tilbúinn. Að heyra að því hafi verið aflýst á elleftu stundu. það er niðurdrepandi,“ sagði Ashwin Maggot. View this post on Instagram A post shared by News24 (@news24) Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira
Uppselt var á viðburðinn og búist var við metfjölda, eða 24 þúsund hlaupurum, á sunnudag. Í fyrra tóku 21 þúsund manns þátt í maraþoninu. „Vinsamlegast komið ekki að rásmarki. Viðburðurinn fer ekki fram. Frekari upplýsingar verða sendar út,“ sagði í Facebook-færslu frá Höfðaborgarmaraþoninu, sem Sanlam styrkir, snemma á sunnudagsmorgun. Í kjölfar þess að 32. Sanlam Cape Town-maraþoninu var aflýst tilkynnti aðalstyrktaraðilinn Sanlam um velvildarvott til að styðja við vonsvikna hlaupara. Allir skráðir þátttakendur fá styrkta skráningu í annaðhvort maraþonið í maí 2026 eða 2027. Þetta tilboð gildir óháð því hvort maraþonið fær stöðu sem fyrsta Abbott World Marathon Majors-hlaupið í Afríku. Skipuleggjendur aflýstu hlaupinu snemma sunnudaginn 19. október vegna mikils vinds. Sterkar vindhviður á Woodstock-svæðinu gerðu hlaupaleiðina óörugga og mannvirki á bæði rás- og endamarkssvæðum urðu fyrir skemmdum. Höfðaborgarmaraþoninu var því aflýst vegna aðstæðna sem sköpuðu öryggisáhættu fyrir hlaupara, starfsfólk og áhorfendur og var ákvörðunin tekin rétt áður en hlaupið átti að hefjast. Clark Gardner, framkvæmdastjóri Sanlam Cape Town-maraþonsins, lýsti yfir vonbrigðum sínum með að aflýsa þurfti maraþoninu. „Við erum niðurbrotin,“ sagði Gardner. „Við höfum unnið í marga mánuði við að skipuleggja fyrir allar mögulegar aðstæður og skilyrði, en að lokum hafði æðra vald lokaorðið og við erum miður okkar yfir því að aflýsa þurfti Cape Town-maraþoninu.“ Ashwin Maggot er einn þeirra sem ætlaði að keppa á mótinu og var búinn að leggja mikið á sig við undirbúninginn. „Sextán vikur af snemmbúnum morgnum, síðkvöldum og fórnum á tíma með konunni minni og börnunum, allt fyrir þetta eina augnablik. Þetta átti að vera fyrsta maraþonið mitt, eitthvað sem mig hefur dreymt um í mörg ár. Ég þraukaði í gegnum meiðsli, eyddi klukkustundum hjá hreyfifræðingnum og sjúkraþjálfaranum og gaf allt til að vera tilbúinn. Að heyra að því hafi verið aflýst á elleftu stundu. það er niðurdrepandi,“ sagði Ashwin Maggot. View this post on Instagram A post shared by News24 (@news24)
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira