Innlent

Kröfugt skjálfta­hrina í Mýr­dals­jökli

Árni Sæberg skrifar
Upptök stærsta skjálftans voru í miðjum Mýrdalsjökli.
Upptök stærsta skjálftans voru í miðjum Mýrdalsjökli. Vísir/Vilhelm

Um klukkan hálf ellefu hófst kröftug hrina jarðskjálfa í Mýrdalsjökli. Nokkrir skjálftar mældust yfir þremur að stærð og þeim hafa fylgt nokkrir eftirskjálftar.

Í tilkynningu þess efnis frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands segir að engar tilkynningar hafi borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð. Uppfærð stærð muni birtast á vedur.is. 

Engin merki hafi sést um breytingar á leiðni í ám frá Mýrdalsjökli.

Síðast hafi orðið skjálfti yfir þremur að stærð á þessum slóðum þann 3. október síðastliðinn. Í maí og júní árið 2023 hafi svipaður atburður orðið, þar sem nokkrir skjálftar hafi mælst yfir þremur að stærð, sá stærsti 4,8 að stærð.

Hér má sjá hvar skjálftarnir urðu.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×