Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2025 13:04 Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var fundarstjóri fundarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum á Suðurlandi er alltaf að fjölga og fjölga enda er íbúðaverð á svæðinu mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt greiningu sérfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Reiknað er með fimm þúsund og fimm hundruð nýjum byggingu á næstu 10 árum á Suðurlandi. Í vikunni var haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar á Suðurlandi á veitingastaðnum Fröken Selfoss í nýja miðbænum en fundurinn var haldin á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var einn af frummælendum og ræddi meðal annars húsnæðisstöðuna á Suðurlandi. „Já staðan á Suðurlandi er nokkuð góð á Suðurlandi. Það er verið að byggja í takti við íbúðaþörfina miðað við mannfjölgunina. Ég myndi segja miðað við aðstæður, krefjandi markaðsaðstæður þá er hún bara þokkaleg hérna á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er mikið af byggingu í byggingu á svæðinu núna? „Já sögulega er alveg mikið af byggingum í byggingu en það var meira í byggingu fyrir svona tveimur árum en það er eðlilegt að það fari aðeins niður núna þegar vextir eru svona háir. Það er bara vonandi að aðstæður fari að batni að við sjáum meira líf koma svo aftur.” Mikil íbúafjölgun hefur verið í Árborg síðustu ár og ekkert lát virðist vera á þeirri fjölgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Örn segir að fasteignaveð sé mun, mun lægra á Suðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu og það skýrir að miklu leyti fólksfjölgun á svæðinu. „Já það er gífurleg fólksfjölgun á Suðurlandi. Við höfum verið að sjá í öðrum landshlutum að þá eru mannfjöldaspár sveitarfélaganna ekki að standast, allavega ekki miðspár sveitarfélaganna, sem hefur verið meira nær lágspánni en á Suðurlandi er hún alveg í takti við áformin og þessi gífurlega fjölgun,” segir Jón Örn. En þarf að byggja mikið á Suðurlandi á næstu árum? „Já ef af áætlanir hjá sveitarfélögum ætla að ganga eftir þá þarf að byggja talsvert og þá bara að halda í þeim takti, sem hefur verið síðustu ár í uppbyggingu, passa að hann detti ekki niður. Þetta eru um 3.000 íbúðir á Suðurlandi, sem þarf að byggja og um 5.500 á næstu tíu árum,” segir Jón Örn að lokum. Góður rómur var gerður af fundinum enda gagnlegar upplýsingar sem komu þar fram. Hér eru tveir af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Í vikunni var haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar á Suðurlandi á veitingastaðnum Fröken Selfoss í nýja miðbænum en fundurinn var haldin á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var einn af frummælendum og ræddi meðal annars húsnæðisstöðuna á Suðurlandi. „Já staðan á Suðurlandi er nokkuð góð á Suðurlandi. Það er verið að byggja í takti við íbúðaþörfina miðað við mannfjölgunina. Ég myndi segja miðað við aðstæður, krefjandi markaðsaðstæður þá er hún bara þokkaleg hérna á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er mikið af byggingu í byggingu á svæðinu núna? „Já sögulega er alveg mikið af byggingum í byggingu en það var meira í byggingu fyrir svona tveimur árum en það er eðlilegt að það fari aðeins niður núna þegar vextir eru svona háir. Það er bara vonandi að aðstæður fari að batni að við sjáum meira líf koma svo aftur.” Mikil íbúafjölgun hefur verið í Árborg síðustu ár og ekkert lát virðist vera á þeirri fjölgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Örn segir að fasteignaveð sé mun, mun lægra á Suðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu og það skýrir að miklu leyti fólksfjölgun á svæðinu. „Já það er gífurleg fólksfjölgun á Suðurlandi. Við höfum verið að sjá í öðrum landshlutum að þá eru mannfjöldaspár sveitarfélaganna ekki að standast, allavega ekki miðspár sveitarfélaganna, sem hefur verið meira nær lágspánni en á Suðurlandi er hún alveg í takti við áformin og þessi gífurlega fjölgun,” segir Jón Örn. En þarf að byggja mikið á Suðurlandi á næstu árum? „Já ef af áætlanir hjá sveitarfélögum ætla að ganga eftir þá þarf að byggja talsvert og þá bara að halda í þeim takti, sem hefur verið síðustu ár í uppbyggingu, passa að hann detti ekki niður. Þetta eru um 3.000 íbúðir á Suðurlandi, sem þarf að byggja og um 5.500 á næstu tíu árum,” segir Jón Örn að lokum. Góður rómur var gerður af fundinum enda gagnlegar upplýsingar sem komu þar fram. Hér eru tveir af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira