Fótbolti

Meistararnir mis­stigu sig og Inter á toppinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Ange Yoan Bonny fagnar marki fyrr í vetur
Ange Yoan Bonny fagnar marki fyrr í vetur EPA/MATTEO BAZZI

Ítalíumeistarar Napólí töpuðu nokkuð óvænt í dag þegar liðið sótti Tórínó heim. Giovanni Simeone skoraði eina mark leiksins á 32. mínútu.

Gestirnir frá Napólí sóttu mikið í leiknum en sköpuðu sér lítið af alvöru færum og þurftu því að sætta sig við sitt annað tap á tímabilinu sem kostaði liðið toppsætið í bili.

Inter sótti Róma heim í lokaleik kvöldsins þar sem Ange-Yoan Bonny skoraði mark strax á 6. mínútu sem reyndist sigurmarkið og skaut Inter þar með á toppinn en Inter, Napólí og Róma eru öll með 15 stig þegar sjö umferðir eru að baki.

Mörkin létu heilt yfir á sér standa í Seríu A í dag en í fyrri leikjum dagsins mættust Lecce og Sassuolo annars vegar og Pisa og Verona hins vegar og lauk báðum leikjum með 0-0 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×