Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2025 19:27 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vonar að deiluaðilar komist að skynsamlegri lausn. Vísir/Anton Brink Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar og sagði þar frá því að þegar væri búið að færa til sex brottfarir sem voru áætlaðar á morgun og það hafi áhrif á fjölmarga farþega. Félagið verði fyrir kostnaði strax á morgun og farþegar fyrir óþægindum. „Þetta snertir alla keðjuna, ferðaþjónustuna og útflytjendur á fiski.“ Félag íslenskra flugumferðarstjóra hafa boðað fimm verkföll á næstu dögum og hefst það fyrsta annað kvöld klukkan tíu. Deilur flugumferðarstjóra og samtakanna var vísað til ríkissáttasemjara í apríl en flugumferðarstjórarnir hafa verið samningslausir frá áramótum. Ekki hefur verið boðaður fundur í dag svo það telst líklegt að það verði af verkfallinu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að þau séu að reyna að semja um launahækkanir í samræmi við almenna launaþróun. Bogi segir vinnustöðvunina svipaða og þá sem var 2023 og það verkfall hafi kostað félagið tæpan milljarð. „Þetta er mjög slæm staða.“ Getur ekki lofað því að fólk komist á áfangastað Bogi segist ekki geta lofað því að allir farþegar, sem eigi bókað flug þegar búið er að boða til vinnustöðvunar, komist leiðar sinnar. Það sé búið að koma farþegum sem hafi átt að fljúga á morgun í önnur flug en næstu dagar og vikur séu krefjandi. „Ég get alls ekki lofað því að allir komist til síns heima eða á áfangastað. Útlitið er ekki þannig. Þannig ég bið farþega okkar og viðskiptavini að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur,“ segir hann og að þau bindi vonir við að deiluaðilar komist að skynsamlegri niðurstöðu. Hann segir flugrekstur á Íslandi krefjandi. Þrot Play sé dæmi um það og svo sýni nýjar bráðabirgðatölur fyrir þriðja ársfjórðung Icelandair að svigrúm þeirra er lítið sem ekkert. „Þetta er bara eitthvað sem gengur ekki upp.“ Bogi fjallaði ítarlegar um þetta í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar sagði hann ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt flugfélag en við séum þó háð flugsamgöngum sem eyþjóð. Hann segir mikilvægt að Íslendingar vinni saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög. Verkfall flugumferðarstjóra beinist fyrst og fremst að Icelandair en að afleiðingarnar muni ná langt út fyrir það. Vinnustöðvun kostaði tæpan milljarð „Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn,“ segir hann í aðsendri grein á Vísi í dag. Við það bætist að krónan sé sterk um þessar mundir og það eitt geri rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. „Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á,“ segir hann í greininni. Hann segir nauðsynlegt að styrkja rekstrargrundvöllinn eigi að tryggja framtíð íslensks flugrekstrar í stað þess að veikja hann. „Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni,“ segir Bogi að þessi staða sé ekki boðleg ár eftir ár. Það sé nauðsynlegt að leysa deiluna á skynsamlegum nótum. Bogi Nils segir alls ekki sjálfgefið að hér sé rekið alþjóðlegt flugfélag. Vísir/Lýður Valberg „Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir,“ segir hann að lokum í greininni. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en við ræðum við formann Félags flugumferðarstjóra í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. 18. október 2025 11:55 Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Engin niðurstaða fékkst á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á sunnudag og nýr fundur ekki verið boðaður í kjaradeilunni. 17. október 2025 20:50 Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Enn er ekki komin niðurstaða í kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Áfram verður fundað á morgun. 16. október 2025 15:55 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar og sagði þar frá því að þegar væri búið að færa til sex brottfarir sem voru áætlaðar á morgun og það hafi áhrif á fjölmarga farþega. Félagið verði fyrir kostnaði strax á morgun og farþegar fyrir óþægindum. „Þetta snertir alla keðjuna, ferðaþjónustuna og útflytjendur á fiski.“ Félag íslenskra flugumferðarstjóra hafa boðað fimm verkföll á næstu dögum og hefst það fyrsta annað kvöld klukkan tíu. Deilur flugumferðarstjóra og samtakanna var vísað til ríkissáttasemjara í apríl en flugumferðarstjórarnir hafa verið samningslausir frá áramótum. Ekki hefur verið boðaður fundur í dag svo það telst líklegt að það verði af verkfallinu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að þau séu að reyna að semja um launahækkanir í samræmi við almenna launaþróun. Bogi segir vinnustöðvunina svipaða og þá sem var 2023 og það verkfall hafi kostað félagið tæpan milljarð. „Þetta er mjög slæm staða.“ Getur ekki lofað því að fólk komist á áfangastað Bogi segist ekki geta lofað því að allir farþegar, sem eigi bókað flug þegar búið er að boða til vinnustöðvunar, komist leiðar sinnar. Það sé búið að koma farþegum sem hafi átt að fljúga á morgun í önnur flug en næstu dagar og vikur séu krefjandi. „Ég get alls ekki lofað því að allir komist til síns heima eða á áfangastað. Útlitið er ekki þannig. Þannig ég bið farþega okkar og viðskiptavini að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur,“ segir hann og að þau bindi vonir við að deiluaðilar komist að skynsamlegri niðurstöðu. Hann segir flugrekstur á Íslandi krefjandi. Þrot Play sé dæmi um það og svo sýni nýjar bráðabirgðatölur fyrir þriðja ársfjórðung Icelandair að svigrúm þeirra er lítið sem ekkert. „Þetta er bara eitthvað sem gengur ekki upp.“ Bogi fjallaði ítarlegar um þetta í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar sagði hann ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt flugfélag en við séum þó háð flugsamgöngum sem eyþjóð. Hann segir mikilvægt að Íslendingar vinni saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög. Verkfall flugumferðarstjóra beinist fyrst og fremst að Icelandair en að afleiðingarnar muni ná langt út fyrir það. Vinnustöðvun kostaði tæpan milljarð „Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn,“ segir hann í aðsendri grein á Vísi í dag. Við það bætist að krónan sé sterk um þessar mundir og það eitt geri rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. „Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á,“ segir hann í greininni. Hann segir nauðsynlegt að styrkja rekstrargrundvöllinn eigi að tryggja framtíð íslensks flugrekstrar í stað þess að veikja hann. „Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni,“ segir Bogi að þessi staða sé ekki boðleg ár eftir ár. Það sé nauðsynlegt að leysa deiluna á skynsamlegum nótum. Bogi Nils segir alls ekki sjálfgefið að hér sé rekið alþjóðlegt flugfélag. Vísir/Lýður Valberg „Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir,“ segir hann að lokum í greininni.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en við ræðum við formann Félags flugumferðarstjóra í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. 18. október 2025 11:55 Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Engin niðurstaða fékkst á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á sunnudag og nýr fundur ekki verið boðaður í kjaradeilunni. 17. október 2025 20:50 Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Enn er ekki komin niðurstaða í kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Áfram verður fundað á morgun. 16. október 2025 15:55 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en við ræðum við formann Félags flugumferðarstjóra í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. 18. október 2025 11:55
Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Engin niðurstaða fékkst á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á sunnudag og nýr fundur ekki verið boðaður í kjaradeilunni. 17. október 2025 20:50
Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Enn er ekki komin niðurstaða í kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Áfram verður fundað á morgun. 16. október 2025 15:55
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent