Sport

„Það er virki­lega gaman að troða sokkum“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir leik. Hún er markahæst í sögu Breiðabliks.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir leik. Hún er markahæst í sögu Breiðabliks. visir/Anton Brink

Breiðablik fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir 3-2 sigur á FH í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð markadrottning Bestu deildarinnar, en hún skoraði 23 mörk í deildinni.

„Tilfinningin er stórkostleg, það er bara geggjað að fá loksins þennan skjöld í hendurnar. Þetta er bara geggjaður dagur,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn í dag.

Hvernig er tilfinningin að vera markahæst í ár, eftir komuna frá Val?

„Hún er bara helvíti góð, það er virkilega gaman að troða sokkum og ég er bara ótrúlega ánægð með þetta tímabil.“

Breiðablik gerði heiðurskiptingu fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttir sem hefur lagt skóna á hilluna. Berglind Björg kom inn á völlinn í hennar stað á fyrstu mínútu leiksins.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á völlinn í stað Katrínar Ásbjörnsdóttur.visir/Anton Brink

„Katrín Ásbjörnsdóttir var að enda sinn feril og hún má vera virkilega stolt af sínum ferli. Það var mikill heiður fyrir mig að taka á móti henni. Við spiluðum saman í öllum yngri landsliðunum og í A-landsliðinu. Ég hef þekkt hana heillengi og þetta var ótrúlegt. Það er ömurlegt að hún sé hætt, en svona er boltinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×