Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2025 10:30 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, ræddi breytingar á vörugjaldi í kvöldfréttum Sýnar í gær. SÝN Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Sjá meira