„Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2025 15:46 Daníel Guðni Guðmundsson tók við sem aðalþjálfari Keflavíkur eftir síðasta tímabil. Daníel Guðni Guðmundsson segir jákvætt að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils og er spenntur að máta Keflavíkurliðið við Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvöld. Þar þurfi Keflvíkingar að hafa mjög góðar gætur á bakvörðum Stjörnunnar. Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum