Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 14:42 Þorbjörg Sigríður kveðst ekki geta sagt til um það hvort hún muni skrifa undir náðun Kouranis. Vísir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Mohamads Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. Líkt og Vísir greindi frá í gær hafa sýrlensk stjórnvöld samþykkt að taka við Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisdóm í fyrra, ef hann verður fluttur úr landi. Honum hefur þegar verið birt ákvörðun um brottvísun og þrjátíu ára endurkomubann. Hann verður því fluttur til Sýrlands að lokinni afplánun helmings fangelsisdómsins. Það er að segja nema náðunarnefnd fallist á beiðni hans um náðun af heilbrigðisástæðum. Hann lagði beiðnina inn fyrir rúmum mánuði síðan en að sögn kunnugra getur málsmeðferðartími nefndarinnar verið langur. Nefndin alveg sjálfstæð Þorbjörg Sigríður ræddi við Odd Ævar Gunnarsson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Náðunarnefnd er sjálfstæð nefnd sem fær til sín umsóknir fanga í alls konar málum. Á meðan mál eru þar til meðferðar er dómsmálaráðherra ekki að vasast í þeim. Varðandi Sýrland, þá er það auðvitað þannig að í Evrópu allri er alltaf verið að rýna lönd sem hafa verið metin þannig að það sé ekki öruggt að senda fólk þangað aftur. Það er mat á landi í hverju tilviki fyrir sig, hvort það sé verið að send fólk þangað almennt séð.“ Þannig snúi ákvörðunin að því frekar en að taka við tilteknum manni. Þá sé það mat Útlendingastofnunar hverju sinni hvenær þær aðstæður í landinu, sem hefur verið metið ótryggt, hafi breyst með þeim þeim hætti að matið verði annað. Nýlegt dæmi er afstaða Útlendingastofnunar og kærunefndarinnar til Venesúela. Það var ákveðið mat þar en svo breyttist matið og kerfið vinnur í samræmi við það. Ekki í stöðu til að svara núna Náðunarnefnd leggur mat á beiðnir um náðanir og leggur eftir atvikum tillögu fyrir dómsmálaráðherra um afgreiðslu málsins. Ef fallist er á náðunarbeiðni er gerð tillaga til forseta Íslands. Því þurfa bæði dómsmálaráðherra og forseti að samþykkja náðun. Muntu kvitta undir náðun Kouranis? „Ég er augljóslega ekki í stöðu til þess að segja neitt um það núna. Af því að kæmi eitthvert slíkt mál til mín, þetta mál eða annað, þá fylgir einhver ákvörðun og einhver rökstuðningur um að aðstæður í því máli séu með þeim hætti að þessi skipaða nefnd sérfræðinga hafi komist að því að það eigi að náða. Engin slík ákvörðun liggur fyrir þannig að ég get ekkert sagt til um það hvernig ég myndi líta einhver verðandi mál.“ Forsvaranlegt? Margir myndu vafalítið spyrja sig hvort það væri forsvaranlegt í máli Kouranis og öðrum að náða dæmda ofbeldismenn til þess eins að flytja þá úr landi. „Ég hef allan skilning á þessari umræðu en ég hef einfaldlega ekki forsendur og veit ekki einu sinni hvað nefndin mun gera í þessu máli. Þannig að einhver comment um það eru einfaldlega ekki tímabær,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum. Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Sýrland Fangelsismál Tengdar fréttir Kourani fluttur á Klepp Mohamad Kourani hefur verið fluttur á réttargeðdeild á Kleppi þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Síðastliðnu ári hefur hann varið í einangrunarklefa vegna árásargjarnar og ofbeldisfullar hegðunar. 10. október 2025 20:27 Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. 20. september 2025 11:18 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær hafa sýrlensk stjórnvöld samþykkt að taka við Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisdóm í fyrra, ef hann verður fluttur úr landi. Honum hefur þegar verið birt ákvörðun um brottvísun og þrjátíu ára endurkomubann. Hann verður því fluttur til Sýrlands að lokinni afplánun helmings fangelsisdómsins. Það er að segja nema náðunarnefnd fallist á beiðni hans um náðun af heilbrigðisástæðum. Hann lagði beiðnina inn fyrir rúmum mánuði síðan en að sögn kunnugra getur málsmeðferðartími nefndarinnar verið langur. Nefndin alveg sjálfstæð Þorbjörg Sigríður ræddi við Odd Ævar Gunnarsson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Náðunarnefnd er sjálfstæð nefnd sem fær til sín umsóknir fanga í alls konar málum. Á meðan mál eru þar til meðferðar er dómsmálaráðherra ekki að vasast í þeim. Varðandi Sýrland, þá er það auðvitað þannig að í Evrópu allri er alltaf verið að rýna lönd sem hafa verið metin þannig að það sé ekki öruggt að senda fólk þangað aftur. Það er mat á landi í hverju tilviki fyrir sig, hvort það sé verið að send fólk þangað almennt séð.“ Þannig snúi ákvörðunin að því frekar en að taka við tilteknum manni. Þá sé það mat Útlendingastofnunar hverju sinni hvenær þær aðstæður í landinu, sem hefur verið metið ótryggt, hafi breyst með þeim þeim hætti að matið verði annað. Nýlegt dæmi er afstaða Útlendingastofnunar og kærunefndarinnar til Venesúela. Það var ákveðið mat þar en svo breyttist matið og kerfið vinnur í samræmi við það. Ekki í stöðu til að svara núna Náðunarnefnd leggur mat á beiðnir um náðanir og leggur eftir atvikum tillögu fyrir dómsmálaráðherra um afgreiðslu málsins. Ef fallist er á náðunarbeiðni er gerð tillaga til forseta Íslands. Því þurfa bæði dómsmálaráðherra og forseti að samþykkja náðun. Muntu kvitta undir náðun Kouranis? „Ég er augljóslega ekki í stöðu til þess að segja neitt um það núna. Af því að kæmi eitthvert slíkt mál til mín, þetta mál eða annað, þá fylgir einhver ákvörðun og einhver rökstuðningur um að aðstæður í því máli séu með þeim hætti að þessi skipaða nefnd sérfræðinga hafi komist að því að það eigi að náða. Engin slík ákvörðun liggur fyrir þannig að ég get ekkert sagt til um það hvernig ég myndi líta einhver verðandi mál.“ Forsvaranlegt? Margir myndu vafalítið spyrja sig hvort það væri forsvaranlegt í máli Kouranis og öðrum að náða dæmda ofbeldismenn til þess eins að flytja þá úr landi. „Ég hef allan skilning á þessari umræðu en ég hef einfaldlega ekki forsendur og veit ekki einu sinni hvað nefndin mun gera í þessu máli. Þannig að einhver comment um það eru einfaldlega ekki tímabær,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum.
Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Sýrland Fangelsismál Tengdar fréttir Kourani fluttur á Klepp Mohamad Kourani hefur verið fluttur á réttargeðdeild á Kleppi þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Síðastliðnu ári hefur hann varið í einangrunarklefa vegna árásargjarnar og ofbeldisfullar hegðunar. 10. október 2025 20:27 Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. 20. september 2025 11:18 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Kourani fluttur á Klepp Mohamad Kourani hefur verið fluttur á réttargeðdeild á Kleppi þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Síðastliðnu ári hefur hann varið í einangrunarklefa vegna árásargjarnar og ofbeldisfullar hegðunar. 10. október 2025 20:27
Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. 20. september 2025 11:18