Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 08:16 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Michael Dwyer John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem varð svo mikill gagnrýnandi forsetans, var í gær ákærður. Hann er meðal annars sakaður um að hafa geymt leynileg skjöl heima hjá sér og að deila leynilegum upplýsingum með ættingjum sínum. Bolton var ákærður af ákærudómstól í Maryland í gær en rætur málsins má rekja til ríkisstjórnar Joes Biden, fyrrverandi forseta. Ákæran er í átján liðum og er Bolton sakaður um að hafa notað persónulegt tölvupósthólf og samskiptaforrit til að deila glósum um opinber störf sín sem þjóðaröryggisráðgjafi árin 2018 og 2019 með tveimur ættingjum sínum. Þeir ættingjar höfðu ekki heimild til að skoða ríkisleyndarmál, sem glósurnar eru sagðar hafa innihaldið. Þar að auki munu íranskir útsendarar hafa komist inn í tölvupósta hans árið 2021. Sjá einnig: Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samkvæmt yfirlýsingu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna innihéldu glósurnar meðal annars leynilegar upplýsingar um mögulegar árásir Bandaríkjamanna, andstæðinga Bandaríkjanna og utanríkismál. Bolton, sem er 76 ára gamall, stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist fyrir hvern ákærulið, verði hann sakfelldur, eða alls 180 ár. „Vondur maður“ Bolton yfirgaf Hvíta húsið með látum á fyrsta kjörtímabili Trumps og síðan þá hafa þeir tveir eldað grátt silfur saman á opinberum vettvangi. Trump var spurður út í ákæruna í gær og tók hann fregnunum vel. „Hann er vondur maður,“ sagði Trump um Bolton. Þó Bolton sé á lista nokkurra meintra andstæðinga Trumps sem hafa verið ákærðir að undanförnu hófst rannsóknin á meintum brotum hans í tíð ríkisstjórnar Joes Biden, forvera Trumps. Samkvæmt heimildum New York Times fundu starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna vísbendingar um að Bolton hefði brotið af sér og er rannsóknin sögð hafa farið eðlilegan farveg. Búist er við því að Bolton muni gefa sig fram við lögreglu seinna í dag og verða í kjölfarið fluttur fyrir dómara. Þriðji andstæðingurinn sem er ákærður Í síðustu viku var Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, ákærð fyrir fjársvik í Virginíu. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður en hann var einnig meðal þeirra sem Trump krafðist af Bondi að yrðu ákærð. Í báðum tilfellum höfðu saksóknarar sem töldu ekki tilefni til ákæra verið reknir og fyrrverandi einkalögmaður Trumps skipaður í þeirra stað. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Bolton var ákærður af ákærudómstól í Maryland í gær en rætur málsins má rekja til ríkisstjórnar Joes Biden, fyrrverandi forseta. Ákæran er í átján liðum og er Bolton sakaður um að hafa notað persónulegt tölvupósthólf og samskiptaforrit til að deila glósum um opinber störf sín sem þjóðaröryggisráðgjafi árin 2018 og 2019 með tveimur ættingjum sínum. Þeir ættingjar höfðu ekki heimild til að skoða ríkisleyndarmál, sem glósurnar eru sagðar hafa innihaldið. Þar að auki munu íranskir útsendarar hafa komist inn í tölvupósta hans árið 2021. Sjá einnig: Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samkvæmt yfirlýsingu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna innihéldu glósurnar meðal annars leynilegar upplýsingar um mögulegar árásir Bandaríkjamanna, andstæðinga Bandaríkjanna og utanríkismál. Bolton, sem er 76 ára gamall, stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist fyrir hvern ákærulið, verði hann sakfelldur, eða alls 180 ár. „Vondur maður“ Bolton yfirgaf Hvíta húsið með látum á fyrsta kjörtímabili Trumps og síðan þá hafa þeir tveir eldað grátt silfur saman á opinberum vettvangi. Trump var spurður út í ákæruna í gær og tók hann fregnunum vel. „Hann er vondur maður,“ sagði Trump um Bolton. Þó Bolton sé á lista nokkurra meintra andstæðinga Trumps sem hafa verið ákærðir að undanförnu hófst rannsóknin á meintum brotum hans í tíð ríkisstjórnar Joes Biden, forvera Trumps. Samkvæmt heimildum New York Times fundu starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna vísbendingar um að Bolton hefði brotið af sér og er rannsóknin sögð hafa farið eðlilegan farveg. Búist er við því að Bolton muni gefa sig fram við lögreglu seinna í dag og verða í kjölfarið fluttur fyrir dómara. Þriðji andstæðingurinn sem er ákærður Í síðustu viku var Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, ákærð fyrir fjársvik í Virginíu. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður en hann var einnig meðal þeirra sem Trump krafðist af Bondi að yrðu ákærð. Í báðum tilfellum höfðu saksóknarar sem töldu ekki tilefni til ákæra verið reknir og fyrrverandi einkalögmaður Trumps skipaður í þeirra stað.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira