Innlent

Á­hrif vaxta­málsins, út­lit Sunda­brautar og þing­menn á hlaupum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur forspárgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti hann haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bíllalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar og leitum viðbragða hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu í beinni útsendingu.

Það gætu verið um tvö ár í að framkvæmdir við Sundabraut hefjist, en hún hefur verið til umræðu allt frá 1975. Við förum yfir mögulegar útfærslur í fréttatímanum - meðal annars hvernig möguleg brú eða göng kæmu til með að líta út.

Við fylgjumst með Alþingismönnum bregðast við brunabjöllu, á fyrstu brunaæfingu sem haldin hefur verið í Alþingishúsinu. Sjálfir voru þingmenn, sem fengu fyrirmæli um að hlýða þingvörðum í einu og öllu, nokkuð montnir af árangrinum. Þá fjöllum við um það sem dýraverndurarsamtök segja afar lakan aðbúnað á hundasvæðinu á Geirsnefi, þaðan sem ellefu hundar hafa sloppið og hlaupið fyrir bíla með þeim afleiðingum að þeir drápust.

Magnús Hlynur kynnir sér nýjasta baðlón landsins, sem kostaði þrjá milljarða að byggja, handbolti og pílukast eru á dagskrá í sportinu, og í Íslandi í dag hittir Tómas Arnar sundkappann Ross Edgley, sem synti í kringum landið í sumar, og varði um 12 tímum á dag í vatninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×