Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 07:01 Ōnosato Daiki fyrir framan Þinghúsið í London og með Big Ben í baksýn. Getty/Ryan Pierse Vanalega þarf að fljúga alla leið til Japan til að sjá súmóglímukappa með eigin augum og því vakti það mikla athygli þegar kapparnir birtust í vikunni á götum London. Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon) Glíma Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon)
Glíma Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira