Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 23:31 Angel Reese stillti sér upp fyrir ljósmyndara þegar hún mætti til vinnu á tískusýningu Victoria's Secret. Getty/ Arturo Holmes Stjörnur WNBA-deildarinnar í körfubolta nota margar hverjar frítíma sinn eftir tímabilið til að spila í Evrópu til að auka tekjurnar en ein sú öflugasta er aftur á móti upptekin við fyrirsætustörf. Angel Reese varð í vikunni fyrsta atvinnuíþróttakonan til að ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni. Hún færði sig af körfuboltavellinum yfir á tískupallinn og skrifaði söguna í leiðinni. Framherji Chicago Sky bætist þar með í hóp þekktra fyrirsæta í „Wings Reveal“-hluta sýningarinnar í New York. Hin 23 ára gamla Reese bar hina einkennandi englavængi sem hafa verið áberandi á sýningunni í áratugi. Þetta er nýr vettvangur fyrir íþróttakonu sem er þekkt fyrir sjálfstraust sitt, persónutöfra og víðtæka skírskotun. Hún er fyrrverandi meistari með Louisiana State University og var valin mikilvægasti leikmaður NCAA-úrslitakeppninnar árið 2023. Reese hefur líka verið frákastadrottning deildarinnar á fyrstu tveimur tímabilum sínum í WNBA enda með 12,9 fráköst að meðaltali í 64 leikjum í WNBA. Reese er um leið orðin ein af sýnilegustu persónum íþróttaheims kvenna. Stíll hennar, hreinskilni og áhrif á samfélagsmiðlum hafa hjálpað til við að brúa bilið milli íþrótta, tísku og poppmenningar sem forráðamenn Victoria Secret vildu nýta sér. Undirfatasýningin hófst árið 2001 og fór fram árlega í næstum tvo áratugi. Victoria's Secret aflýsti sýningunni árið 2019 en endurvakti hana á síðasta ári, en þá var Reese meðal gesta. Nú er hún ein af fyrirsætunum. „Ég er að stíga inn í sannkallaðan draum: Frá því að vera engill í það að vera Victoria's Secret-engill,“ skrifaði hin 23 ára Reese á Instagram. „Ég fæ loksins vængina mína. Ég mun ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni 2025 í fyrsta sinn og það er eins og örlögin hafi ráðið því. Vængirnir eru komnir á, hælarnir tilbúnir. Finnið mig á tískupallinum,“ skrifaði Reese á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með henni í fullum Victoria's Secret-skrúða. Smella þarf á myndina til að sjá myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) WNBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Angel Reese varð í vikunni fyrsta atvinnuíþróttakonan til að ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni. Hún færði sig af körfuboltavellinum yfir á tískupallinn og skrifaði söguna í leiðinni. Framherji Chicago Sky bætist þar með í hóp þekktra fyrirsæta í „Wings Reveal“-hluta sýningarinnar í New York. Hin 23 ára gamla Reese bar hina einkennandi englavængi sem hafa verið áberandi á sýningunni í áratugi. Þetta er nýr vettvangur fyrir íþróttakonu sem er þekkt fyrir sjálfstraust sitt, persónutöfra og víðtæka skírskotun. Hún er fyrrverandi meistari með Louisiana State University og var valin mikilvægasti leikmaður NCAA-úrslitakeppninnar árið 2023. Reese hefur líka verið frákastadrottning deildarinnar á fyrstu tveimur tímabilum sínum í WNBA enda með 12,9 fráköst að meðaltali í 64 leikjum í WNBA. Reese er um leið orðin ein af sýnilegustu persónum íþróttaheims kvenna. Stíll hennar, hreinskilni og áhrif á samfélagsmiðlum hafa hjálpað til við að brúa bilið milli íþrótta, tísku og poppmenningar sem forráðamenn Victoria Secret vildu nýta sér. Undirfatasýningin hófst árið 2001 og fór fram árlega í næstum tvo áratugi. Victoria's Secret aflýsti sýningunni árið 2019 en endurvakti hana á síðasta ári, en þá var Reese meðal gesta. Nú er hún ein af fyrirsætunum. „Ég er að stíga inn í sannkallaðan draum: Frá því að vera engill í það að vera Victoria's Secret-engill,“ skrifaði hin 23 ára Reese á Instagram. „Ég fæ loksins vængina mína. Ég mun ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni 2025 í fyrsta sinn og það er eins og örlögin hafi ráðið því. Vængirnir eru komnir á, hælarnir tilbúnir. Finnið mig á tískupallinum,“ skrifaði Reese á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með henni í fullum Victoria's Secret-skrúða. Smella þarf á myndina til að sjá myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret)
WNBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum