Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2025 19:17 Bryndís Björnsdóttir, sem er framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtíu ný störf urðu til í Bláskógabyggð í dag þegar nýtt baðlón var opnað í Laugarási. Bygging lónsins kostaði um þrjá milljarða króna en það er allt hið glæsilegasta. Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira