„Mikill ábyrgðarhluti“ ef Alþingi gætir þess ekki að stöðugleikareglan sé virt

Fjármála- og efnahagsráðherra brýnir Alþingi fyrir mikilvægi þess fara eftir hinni nýju stöðugleikareglu, sem setur ófjármögnuðum raunvexti útgjalda skorður, núna þegar fjárlagafrumvarpið er til meðferðar fjárlaganefndar. Það væri „mikill ábyrgðarhluti“ ef reglan yrði virt að vettugi og gæti haft efnahagslegar afleiðingar.
Tengdar fréttir

Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess.

Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“
Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg.

„Vekur sérstaka athygli“ að opinber útgjöld verði áfram hærri en fyrir faraldur
Fjármálaráð beinir því til stjórnvalda að greina af hverju umfang útgjalda hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu hefur haldist jafn hátt og raun ber vitni eftir heimsfaraldur, þróun sem er á skjön við aðrar þjóðir, og segir jafnframt „óákjósanlegt“ að hið opinbera sé búið að vera leiðandi í launaþróun á vinnumarkaði frá árinu 2020. Þótt ráðið segist fagna því að tekin er upp útgjaldaregla þá þurfi að tryggja að hún verði bæði nægjanlega ströng og bindandi, auk þess sem varast skuli að árlegur tveggja prósenta raunútgjaldavöxtur verði sérstakt markmið – heldur aðeins hámark.