Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 15. október 2025 10:46 Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar