Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Valur Páll Eiríksson skrifar 14. október 2025 11:20 Lagerback hefur starfað í sjónvarpi í Svíþjóð í kringum landsleiki þeirra. Michael Campanella/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt. „Það eru gæði í þessu liði en það þarf að stilla það saman,“ sagði Lagerbäck eftir 1-0 tap Svía fyrir Kósóvó á heimavelli í gær. Svíar eru aðeins með eitt stig í riðli sínum í undankeppni HM eftir að hafa tapað fyrir Sviss í Stokkhólmi á föstudag. „Það er full mikið einblínt á að Alexander Isak og Viktor Gyökeres geri hlutina sjálfir. Þetta virkar ekki svoleiðis í liðsíþróttum, að einn eða tveir leikmenn ráði úrslitum ítrekað,“ bætti Lagerbäck við. Tomasson tók við af Janne Andersson í febrúar í fyrra. Svíþjóð hefur unnið níu leiki af 18 undir hans stjórn en tapað sjö. Svíar hafa gert eitt jafntefli og tapað þremur í undankeppni HM, þar á meðal eru tvö töp fyrir Kósóvó en eina stigið kom í 2-2 jafntefli við Slóveníu í byrjun september. Sænskir miðlar segja neyðarfund vera á dagskrá hjá sænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem næstu skref verða rædd, þar á meðal framtíð Tomasson í starfi. Lagerbäck var spurður út í möguleikann á því að taka aftur við sænska liðinu. „Nei, ég get fullyrt að ég tek ekki við. Það er klárt að ég verð ekki þjálfari liðsins. Ég sé það reglulega þegar ég lít í spegilinn að ég er orðinn gamall,“ segir hinn 77 ára gamli Lagerbäck. „Ég loka almennt ekki dyrum í lífinu, en í þessu tilfelli geri ég það.“ Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2011 til 2016 og fór það undir hans stjórn, og Heimis Hallgrímssonar, á stórmót í fyrsta skipti, á EM 2016 í Frakklandi. Hann stýrði áður Svíþjóð frá 2000 til 2009 og var einnig þjálfari Nígeríu á HM 2010. Lagerbäck tók við norska landsliðinu árið 2017 en hætti 2020 eftir að hafa mistekist að koma þeim norsku á stórmót. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Sjá meira
„Það eru gæði í þessu liði en það þarf að stilla það saman,“ sagði Lagerbäck eftir 1-0 tap Svía fyrir Kósóvó á heimavelli í gær. Svíar eru aðeins með eitt stig í riðli sínum í undankeppni HM eftir að hafa tapað fyrir Sviss í Stokkhólmi á föstudag. „Það er full mikið einblínt á að Alexander Isak og Viktor Gyökeres geri hlutina sjálfir. Þetta virkar ekki svoleiðis í liðsíþróttum, að einn eða tveir leikmenn ráði úrslitum ítrekað,“ bætti Lagerbäck við. Tomasson tók við af Janne Andersson í febrúar í fyrra. Svíþjóð hefur unnið níu leiki af 18 undir hans stjórn en tapað sjö. Svíar hafa gert eitt jafntefli og tapað þremur í undankeppni HM, þar á meðal eru tvö töp fyrir Kósóvó en eina stigið kom í 2-2 jafntefli við Slóveníu í byrjun september. Sænskir miðlar segja neyðarfund vera á dagskrá hjá sænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem næstu skref verða rædd, þar á meðal framtíð Tomasson í starfi. Lagerbäck var spurður út í möguleikann á því að taka aftur við sænska liðinu. „Nei, ég get fullyrt að ég tek ekki við. Það er klárt að ég verð ekki þjálfari liðsins. Ég sé það reglulega þegar ég lít í spegilinn að ég er orðinn gamall,“ segir hinn 77 ára gamli Lagerbäck. „Ég loka almennt ekki dyrum í lífinu, en í þessu tilfelli geri ég það.“ Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2011 til 2016 og fór það undir hans stjórn, og Heimis Hallgrímssonar, á stórmót í fyrsta skipti, á EM 2016 í Frakklandi. Hann stýrði áður Svíþjóð frá 2000 til 2009 og var einnig þjálfari Nígeríu á HM 2010. Lagerbäck tók við norska landsliðinu árið 2017 en hætti 2020 eftir að hafa mistekist að koma þeim norsku á stórmót.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Sjá meira