Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar 13. október 2025 21:01 Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar