Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar 13. október 2025 21:01 Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun